1963 Väinö Linna, Finnland: Täällä Pohjantähden alla 3

1963 Väinö Linna, Finland: Täällä Pohjantähden alla 3
©WSOY

Um höfundinn

Väinö Linna fæddist í bænum Urdiala skammt frá Tampere. Linna var föðurlaus og þurfti að sjá sér farborða með ýmsum störfum. Þess á milli drakk hann í sig bókmenntir á bókasöfnum. Tímamótaverkið Óþekkta hermanninn byggði hann á óhugnanlegri reynslu sinni sem hermaður í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrsta bindi trílógíunnar Täällä Pohjantähden alla kom út árið 1959 en hún fjallar um líf hjáleigubænda frá því um 1880 og fram á miðja 20. öld. Annað bindi kom út 1960 en það var þriðja og síðasta bindið sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Um vinningsverkið

Täällä Pohjantähden alla 3 var síðasta skáldsagan sem Väinö Linna skrifaði. Hún hefst í lok finnsku borgarastyrjaldarinnar en lýkur á eftirstríðsárunum. Lesandinn kynnist lífi hjáleigubænda í Koskela þar sem þjáningar seinni heimsstyrjaldar binda skjótan enda á vaxandi velmegun millistríðsáranna. Täällä Pohjantähden alla 3 er s.k. hópskáldsaga skrifuð í anda raunsæisstefnunnar. Sagan er séð frá sjónarhóli lítilmagnans og þannig kynnist lesandinn stórviðburðum og nútímalegum hugmyndum í gegnum þau áhrif sem þau hafa á óbreyttan almúgann. Fyrir vikið veitir verkið sterka innsýn í samfélagið og þróun sögunnar. Ritstíll höfundar ber með sér erfiðið og hróstruga jörðina.

Täällä Pohjantähden alla 3

Útgáfa: WSOY 

Útgáfuár: 1962

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Väinö Linna hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1963 fyrir lokabindi trílógíunnar Täällä Pohjantähden alla. Þar er brugðið upp stórbrotinni mynd af sögu síðari tíma í Finnlandi með sterkri persónusköpun í raunsæjum frásagnarstíl. Verkið er lokabindi á miklu epísku verki sem hafði mikil áhrif á hugmyndaumræðu á Norðurlöndum.