1968 Per Olof Sundman, Svíþjóð: Ingenjör Andrées luftfärd

1968 Per Olof Sundman, Sverige: Ingenjör Andrées luftfärd
Ulla Montan

Um höfundinn

Per Olof Sundman fæddist í Vaxholm og ólst þar upp. Hann starfaði sem hótelstjóri í fjallabænum Jormlien í Jämtlandi en sneri aftur til Vaxholm 1963. Þar varð hann virkur í Miðjuflokknum og sat á þingi á árunum 1969–1979. Fyrsta bók hans kom út 1957. Hann var afkastamestur á 7. áratug síðustu aldar en þá gaf hann út fjölda heimildaskáldsagna sem vöktu mikla athygli. Bækurnar skrifaði hann í staðreyndastíl en lét lesandanum eftir að draga siðferðislegar ályktanir.

Um vinningsverkið

Loftsiglingin segir frá illa undirbúinni landkönnunarferð sem Salomon August Andrée og félagar hans, Nils Strindberg og Knut Frænkel, fóru í loftbelgi til Norðurpólsins árið 1897. Sá leiðangur endaði með ósköpum. Árið 1930 fundust leifar þremenninganna og útbúnaðar þeirra á Hvítey við Svalbarða, þar á meðal dagbækur og filmur sem reyndist hægt að framkalla. Sundman rannsakaði leifarnar ítarlega áður en hann hóf ritun skáldsögunnar. Þar er Frænkel látinn vera sögumaður. Hann lýsir Andrée sem kaldrifjuðum draumóramanni sem freistast af ævintýraþorsta samtíðarinnar. Hann fyllist þráhyggju og getur ekki horfst í augu við að leiðangur þeirra félaga er dæmdur til að misheppnast.

Ingenjör Andrées luftfärd (Loftsiglingin)

Útgáfa: Norstedts 

Útgáfuár: 1967

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í skáldsögunni Loftsiglingin er mikilli ytri og innri spennu fléttað saman og beitt í einstökum heimildastíl.