1969 Per Olov Enquist, Svíþjóð: Legionärerna

1969 Per Olov Enquist, Sverige: Legionärerna
Ulla Montan

Um höfundinn

Per Olov Enquist ólst upp í bænum Hjoggböle í Vesturbotni hjá strangtrúaðri móður sinni. Að loknu háskólaprófi í Uppsölum stundaði hann blaðamennsku og önnur ritstörf. Tímamótaverk hans var skáldsagan Magnetisörens femte vinter en allar götur síðan hefur hann verið virtur skáldsagnahöfundur, leikskáld og samfélagsrýnir. Hann segir frá viðburðaríku lífi sínu í frábærri sjálfsævisögu Ett annat liv sem kom út árið 2008.

Um vinningsverkið

Legionärerna er framar öllu heimildaskáldsaga. Þar er sagt frá því þegar Svíar framseldu þegna frá Eystrasaltsríkjunum, sem höfðu barist við hlið Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, til Sovétríkjanna. Í frásögninni leynast þó fleiri fletir. Enquist notar sögulegt efni til að varpa ljósi á vandamál og málefni samtíðarinnar. Ýmsar spurningar vakna: Er hægt að gera hlutdræga rannsókn á því sem gerðist? Eiga stjórnmál að vera fyrir alla? Ber einstaklingurinn ábyrgð á stórum pólitískum ákvörðunum? Enquist átti eftir að víkja aftur að þessum spurningum í seinni verkum sínum.

Legionärerna

Útgáfa: Norstedts 

Útgáfuár: 1968

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Skáldsagan ber merki um listræna viðleitni nútímamannsins til að kryfja málefni samtíðarinnar en hér er einnig á ferð blæbrigðarík rannsókn á umdeildum kafla í sögu Norðurlanda á eftirstríðsárunum.