1970 Klaus Rifbjerg, Danmörk: Anna (jeg) Anna

1970 Klaus Rifbjerg, Danmark: Anna (jeg) Anna
Morten Holtum 2006

Um höfundinn

Klaus Rifbjerg á meira en hálfrar aldar ritferil að baki og gefur að jafnaði út tvö til þrjú verk á ári: skáldsögur, barnabækur, smásögur, handrit að sjónvarpsleikritum, ljóðasöfn, leikrit, ritgerðir og ferðasögur svo eitthvað sé nefnt. Skarpar hugmyndir, ótakmarkað ímyndunarafl og virðingarleysi við viðteknar reglur og túlkanir á heiminum einkenna margbreytileg verk Rifbjergs.

Um vinningsverkið

Anna (ég) Anna segir frá sendiherrafrú sem á við geðrænar truflanir að stríða og snýr því heim til að leita sér lækninga. Sagan er sögð í fyrstu persónu. Í flugvélinni hittir hún hippa sem einnig er á heimleið en í lögreglufylgd. Þau stinga af saman og Anna finnur sjálfa sig að einhverju leyti í bóhemalífi á lægri þrepum samfélagsins. Það sem hún finnur er þó ekki heildstætt í hefðbundinni merkingu þess orðs. Þvert á móti virðist raunveruleiki hennar brotakenndur og margbreytilegur. Í lýsingunni á upplausn tilfinninga hennar og sjálfsmyndar tekst skáldsagan á margan hátt á við póstmóderníska sýn á lífið og mannlegt eðli.

Anna (jeg) Anna (Anna (ég) Anna)

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1969

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1970 voru veitt Klaus Rifbjerg fyrir skáldsöguna Anna (ég) Anna. Þar er örlögum nútímakonu lýst á sálfræðilegan hátt af mikilli innlifun og á frjóu máli um leið og brugðið er upp mynd af félagslegri og siðferðilegri kreppu í borgaralegu samfélagi.