1971 Thorkild Hansen, Danmörk: Slavernes øer

1971 Thorkild Hansen, Danmark: Slavernes øer
Gyldendal/www.denstoredanske.dk

Um höfundinn

Thorkild Hansen leitaði ætíð að hinu óvenjulega í lífi sínu og verkum. Í anda Nietzches fjallar hann iðulega um frumleg mikilmenni sem reka sig á skilningsleysi samtíðarinnar. Gott dæmi er skáldsagan Processen mot Hamsun en kvikmynd var gerð eftir þeirri bók. Hansen ólst upp í Kaupmannahöfn og var gagnrýnandi á dagblaðinu Information. Síðar tók hann þátt í fornleifauppgreftri, m.a. í Kúvæt, Hudson-flóa og Núbíu. Hann dvaldist löngum í Frakklandi sem var að mörgu leyti andleg fósturjörð hans.

Um vinningsverkið

Slavernes øer er þriðja og síðasta bindi skáldsögu um þrælasölu Dana en á undan komu Slavernes kyst og Slavernes skibe. Aðalpersónan Peter von Scholten er eins og margar persónanna í verkum Hansens hetja sem bíða sorgleg örlög. Hann lendir í átökum við reglur samtíðar sinnar og er stefnt fyrir landsdóm þegar hann bannar þrælasölu í Vestur-Indíum. Hansen var einn brautryðjenda heimildaskáldsögunnar á Norðurlöndum en veigrar sér ekki við að skálda í eyðurnar. - Endanlegur sannleikur minn er: Ég skrökva, komst hann sjálfur að orði í þversagnakenndum spakmælatón.

Slavernes øer

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1987

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1971 voru veitt Thorkild Hansen fyrir trílógíuna „Slavernes kyst“, „Slavernes skibe“ og „Slavernes øer“. Þar beitir hann sagnfræðilegri þekkingu og listrænum sköpunarkrafti til að lýsa því hvernig auðug ríki mergsjúga fátækari þjóðir.