1977 Bo Carpelan, Finnland: I de mörka rummen, i de ljusa

1977 Bo Carpelan, Finland: I de mörka rummen, i de ljusa

Um höfundinn

Bo Carpelan var finnsksænskt ljóðskáld en gaf einnig út skáldsögur, leikrit, barnabækur og vann sem gagnrýnandi og þýðandi. Hann var fæddur og uppalinn í Helsinki, varði doktorsritgerð í heimspeki um Gunnar Björling og starfaði sem yfirbókavörður á borgarbókasafninu í Helsinki. Bo Carpelan fjallaði iðulega um stóru spurningar lífsins, mannlega bresti, misskilning og ófullkomleika. Í byrjun orti hann í hástemmdum módernískum stíl, hallaðist síðar að knöppum stíl en í lokin þróaði hann orðríkari epískan stíl.

Um vinningsverkið

Ljóðasafnið I de mörka rummen, i de ljusa orti Bo Carpelan þegar hann var kominn á sextugsaldur. Þar yrki hann um persónulega reynslu sína og kemst að því að hún er órjúfanleg þeim heimi sem umlykur hann. Með hnitmiðuðu orðavali leiðir hann lesandann gegnum landslag lífs síns, hann rekur sögu fjölskyldu sinnar skref fyrir skref, hún er síbreytileg eins og birtan, vindurinn og skýin. Í ljóðunum brýtur hann niður varnarveggi milli hins ytri og innri heims. Skáldið uppgötvar að hann hefur aðeins herbergin sín – sum dimm, önnur björt - að hverfa til þegar hann rifjar upp, talar og yrkir.

I de mörka rummen, i de ljusa

Útgáfa: Schildts Forlag AB 

Útgáfuár: 1976

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í skýru og föstu ljóðmáli tekst Bo Carpelan að tjá samspil ytri og innri veruleika þar sem skiptast á meðvitund um dauðann og tilfinning fyrir lífinu.