1978 Kjartan Fløgstad, Noregur: Dalen Portland

1978 Kjartan Fløgstad, Norge: Dalen Portland
Hans Jørgen Brun

Um höfundinn

Kjartan Fløgstad fæddist í iðnaðarbænum Sauda í suðvestanverðum Noregi. Hann lauk háskólanámi í Björgvin og vann um tíma sem iðnverkamaður og sjómaður áður en hann gaf út ljóðasafnið Valfar árið 1968. Fløgstad skrifar á nýnorsku. Hann hefur gefið út verk í ýmsum öðrum bókmenntagreinum og tekið virkan þátt í menningarumræðu með ritgerðaskrifum. Hann hreifst af suður-amerískri ljóðlist sem hann hefur þýtt. Hann varð fyrir áhrifum af töfraraunsæi þar sem blandað er saman raunsæjum hverdagsleika og furðukenndum frásögnum.

Um vinningsverkið

Dalen Portland segir frá atburðum í iðnaðarbænum Sauda rétt áður en seinni heimsstyrjöld braust út og mikil eftirspurn var eftir stáli til vopnaframleiðslu. Í Sauda keppast menn við að framleiða mangan í ryðfrítt stál og það er kærkomið tækifæri fyrir Selmer Høysand þegar hann ákveður að hleypa heimdraganum. Hann gleymir smám saman sveitalífinu og getur sér gott orð sem starfsmaður í verksmiðjunni. Arnold sonur Selmers fetar í fótspor föður síns. Hann hefur aldrei kynnst sveitinni og á ekki í neinum vandræðum með að aðlagast atvinnulífi nútímans. Í skáldsögunni er hann holdgervingur færibandaþrælkunar og menningarlegrar örbirgðar iðnaðarsamfélagsins.

Dalen Portland

Útgáfa: Bókaútgáfan Samlaget 

Útgáfuár: 1977

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Sagan lýsir á frumlegu máli eintaklingum sem lenda í togstreitu milli gamallar bændamenningar og iðnaðarsamfélags nútímans. Skáldsagan ber merki um raunsæisstíl en einnig fantasíufrásagnir.