1980 Sara Lidman, Svíþjóð: Vredens barn

1980 Sara Lidman, Sverige: Vredens barn
© Per-Åke Uddman

Um höfundinn

Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Sara Lidman fæddist og ólst upp í Missenträsk í norðanverðum Vesturbotni. Jarðvegurinn var hrjóstrugt mýrlendi, vetur voru dimmir og frostið kom snemma á haustin. Fólkið í bænum talaði biblíumál og háði sífellda baráttu. Himinhvolfið var stærra en víðast hvar annars staðar á jörðunni. Sjóndeildarhringur Söru Lidman var því víðari en margra annarra. Hjarta hennar brann fyrir kúgaða alþýðu í Suður-Afríku og stríðshrjáða í Víetnam. Hún fylltist einnig reiði yfir því hvernig æ harðari markaðshyggja í heiminum þrengdi að lífssýn íbúanna í Vesturbotni.

Um vinningsverkið

Vredens barn er annað af fimm bindum skáldsögu Söru um landnám og smíði járnbrautar í efra Norrlandi í lok 19. aldar. Aðalpersónan er Didrik Mårtensson í Månliden. Hann er heltekinn af þeirri hugmynd að leggja járnbraut í sveitina og rjúfa þannig einangrun hennar. Það reynist þó vandkvæðum bundið að samræma drauma íbúanna og hagsmuni lénsherranna og fjármagnsins. Ritstíll sögunnar er sérstakur þar sem mállýskur og gamalt biblíumál gerir textann allt að því ljóðrænan. Þetta var í fyrsta sinn sem kona hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þá voru liðin átján ár frá því að til verðlaunanna var stofnað.

Vredens barn

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1979

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Sara Lidman bregður upp mynd af lífi fólks í heilu byggðarlagi og reynslu þess af hlýju, nærgætni, kíminni kaldhæðni og ótæmandi frásagnargleði sem fær oft á tíðum goðsagnakenndan blæ.