1982 Sven Delblanc, Svíþjóð: Samuels bok

1982 Sven Delblanc, Sverige: Samuels bok
Lüfti Özkök

Um höfundinn

Sven Delblanc fæddist í Kanada en ólst upp í Sörmland. Hann fjallaði oft um átthagana í verkum sínum. Delblanc var virtur bókmenntafræðingur, dósent í Uppsölum og ritstýrði Den Svenska Litteraturen, virtu heimildariti um sænskar bókmenntir. Skáldsögurnar skrifaði hann ýmist í líkingum og stælingum eða reiprennandi raunsæisstíl. Alvaran á mörkum svartsýni var rauður þráður í verkum hans en stundum braust ljósið fram. Þegar glitti í blómstrandi kirsuberjatré í dimmum greniskógi.

Um vinningsverkið

Samúels bók er fyrsta bindið í skáldsagnaflokki sem byggir á dagbókum móðurafa höfundar. Samúel er prestlærður maður en próf hans frá Bandaríkjunum er ekki viðurkennt og því þarf hann að fara í afleysingastörf úti á landi. Þar er lítið gert úr söguhetjunni, hann missir vinnuna og lendir að lokum á sjúkrahúsi. Sorgin yfir eilífu sjónarspili mannfólksins þar sem barist er um bestu sætin í goggunarröð samfélagsins er aðalþema sögunnar. En stundum ber á kímni þegar hlutverkunum er snúið við og hirðfíflið, og sá sem láta varð í minni pokann, ber endanlegan sigur úr býtum.

Samuels bok (Samúels bók)

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1981

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1982 voru veitt sænska rithöfundinum Sven Delblanc fyrir skáldsöguna Samúels bók. Þar segir hann frá persónu úr fortíðinni sem verður fyrir því að honum og fjölskyldu hans er hafnað. Þar mælir Samúel af kærleika og reiði fyrir hönd þess fólks sem þarf að berjast til að halda mannvirðingu sinni.