1990 Tomas Tranströmer, Svíþjóð: För levande och döda

1990 Tomas Tranströmer, Sverige: För levande och döda
© Miriam Berkley

Um höfundinn

Tomas Tranströmer er eitt fremsta ljóðskáld Svía. Hann fæddist í Stokkhólmi þar sem hann ólst upp og starfaði alla tíð sem sálfræðingur, en fékk heilablóðfall árið 1990, lamaðist að hluta og missti málið. Hann hefur ætíð haft unun af tónlist og eftir að hann veiktist hljóðritaði hann píanóverk sem hann lék með vinstri hendi og voru mörg þeirra samin sérstaklega fyrir hann. Tranströmer hefur aldrei lifað af ritstörfum sínum né tekið virkan þátt í bókmenntaumræðu. Verkin sem hann hefur látið frá sér eru ekki mörg að tölu. Tranströmer hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2011.

Um vinningsverkið

För levande och döda er eitt af þeim ljóðasöfnum sem Tomas Tranströmer hefur gefið út. Ljóðin sautján í fyrstu ljóðabók hans, sem kom út árið 1954, voru óvenju þroskuð og ljóðlist hans hefur ekki breyst mikið síðan. Form og innihald virðast órjúfanleg heild hvor sem um er að ræða hækur eða prósaljóð þar sem myndlíkingarnar gefa hversdagslegan tóninn allt frá líkamlegri nálægð til þess sem aldrei verður sagt berum orðum: - Á fyrstu tímum dagsins getur meðvitundin náð heiminum/eins og höndin sem grípur sólheitan stein.

För levande och döda

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1989

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Á knöppu ljóðrænu máli þar sem brugðið er upp mynd af heiminum sem einni heild opinberar hann huldar víddir tilverunnar og óendanlega krafta manneskjunnar.