1993 Peer Hultberg, Danmörk: Byen og Verden

1993 Peer Hultberg, Danmark: Byen og Verden
Jutta Schwöbel

Um höfundinn

Peer Hultberg ólst upp í Horsens en varði unglingsárunum í Viborg. Hann nam tónlistarfræði og slavnesk mál og kenndi við háskóla fram á 8. áratuginn en þá tók hann próf í djúpsálarfræði við C.G. Jung-stofnunina í Zürich. Tímamótaverk hans, skáldsagan Requiem, kom út árið 1985 og þótti nýstárleg ekki síst fyrir ótal söguraddir. Síðari ár ævi sinnar var hann búsettur í Þýskalandi.

Um vinningsverkið

Skáldsagan Byen og verden er sett saman úr hundrað örsögum um íbúa Viborgar, æskustöðvar höfundar. Sögumaður er alvitur en með kaldhæðni heldur hann mannfólkinu í ákveðinni fjarlægð og sögurnar tengjast ekki innbyrðis. Samkenndin er ekki mikil í sögunum frá Viborg. Lesandinn þarf sjálfur að hafa fyrir því að raða sögunum saman í eina heild. Myndin af bænum er drungaleg þar sem grimmd og þröngsýni bæjarbúa varpar skugga sínum á hann. Sektartilfinning og skömm eru áberandi í frásögnunum. Með því að búta söguna niður í stutta kafla kallast höfundur á við einangrun og varnarleysi einstaklingsins á listrænan hátt.

Byen og Verden

Útgáfa: Lindhardt og Ringhof 

Útgáfuár: 1994

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Skáldsagan Byen og verden er laus við málamiðlanir, hún er efnisrík og skemmtir lesandanum með þeirri spennu sem ríkir milli innihalds og búnings. Rödd bæjarins segir hundrað örsögur af háum og lágum íbúum sínum frá vöggu til grafar á raunsannan hátt. Þar gætir mikillar samkenndar með örlögum hverrar persónu hvort sem þær hittast eða halda áfram í einsemd sinni.