1995 Einar Már Guðmundsson, Ísland: Englar alheimsins

1995 Einar Már Guðmundsson, Island: Englar alheimsins

Um höfundinn

Einar Már Guðmundsson er fæddur í Reykjavík. Hann stundaði nám í bókmenntafræðum og sagnfræði við Háskóla Íslands þar til hann flutti til Kaupmannahafnar. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1980. Fyrsta skáldsaga hans, Riddarar hringstigans, kom út nokkrum árum síðar. Einar Már er talinn einn helsti rithöfundur Íslendinga.

Um vinningsverkið

Englar alheimsins er launfyndin þar sem hún segir frá Páli sem þjáist af geðklofa en hann hefur allt sitt líf þurft að kljást við geðsveiflur, angist, óróa og ofsóknarbrjálæði. Sögusviðið er Reykjavík sem er í örum vexti og tekur miklum breytingum. Sagan gerist á árunum 1950–1980 á tímum þegar gömul gildi hrynja og skilja eftir sig tómarúm. Páll reynir að átta sig á því hvers vegna líf hans hefur æxlast svona - hann reynir að finna atburð eða áfall sem hefur skapað slíka ringulreið í huga hans. Þegar hann syrgir gamla vini sína eða æskuna og þráir að verða heilbrigður, lætur sig dreyma um birtu og samhljóm fæðist þessi hugsun: missir fólk kannski vitið þegar það yfirgefur æsku sína?


Englar alheimsins

Útgáfa: Íslenski kiljuklúbburinn 

Útgáfuár: 1995

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Heiminum og siðmenningunni er lýst af ljóðrænni geggjun í gegnum huga hins geðssjúka. Kímnin magnar alvöruna. Kaldhæðnin klæðst búningi einfeldninnar. Skáldsagan veitir innsýn í þann raunveruleika sem við erum vön að kalla eðlilegan.