2001 Jan Kjærstad, Noregur: Oppdageren

2001 Jan Kjærstad, Norge: Oppdageren

Um höfundinn

Jan Kjærstad er fæddur í Ósló og lauk námi í guðfræði. Fyrsta smásögusafn hans, Kloden dreier stille rundt, kom út árið 1980. Kjærstad er heimspekilegur í verkum sínum þegar hann gegnumlýsir nútímamanneskjuna og flókin tengsl hennar við umheiminn. Hann hefur skrifað níu skáldsögur, tekið þátt í ýmsum bókmenntaverkefnum og unnið sem gagnrýnandi. Kjærstad hefur hlotið ýmsar þekktar viðurkenningar, þar á meðal Doblough verðlaun Sænsku akademíunnar.

Um vinningsverkið

Oppdageren er lokabindi trílógíu um sjónvarpsmanninn Jonas Wergeland en þau fyrri heita Forføreren og Erobreren. Skáldsagan fjallar um daglegt líf þáttargerðarmannsins sem nýtur mikillar velgengni í starfi. Líf hans kollvarpast þegar hann snýr heim úr ferðalagi og kemur að eiginkonu sinni liggjandi í blóði sínu. Þegar hann hefur setið af sér sjö ára fangelsisvist fyrir morð hverfur hann aftur til mun hæglátara lífernis en áður. Honum býðst að sigla meðfram ströndum Noregs með hópi ungs fólks sem er að vinna að rannsóknarverkefni um landið. Eitt ungmennanna hefur einnig tekið að sér annað verkefni, að verða fróðari um manninn Jonas Wergeland. Henni leikur forvitni á að vita hvers vegna hann framdi morðið - hafi hann þá gert það.


Oppdageren

Útgáfa: Aschehoug 

Útgáfuár: 1999

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í sögunni slæst lesandinn í för með Jonasi Wergeland í könnunarleiðangur hans um Noreg og fortíðina. Stíll Kjærstads er mjög frumlegur og nýstárlegur og textinn í senn krefjandi og gefandi.