2008 Naja Marie Aidt, Danmörk: Bavian

2008 Naja Marie Aidt, Danmark: Bavian
Cato Lein

Um höfundinn

Naja Marie Aidt er fædd á Grænlandi, dóttir danskra foreldra. Hún flutti til Danmerkur átta ára að aldri. Fyrsta ljóðabók hennar, Så længe jeg er ung, kom út árið 1991. Hún hefur skrifað átta ljóðabækur, þrjú smásagnasöfn, kvikmyndahandrit og fjölda leikrita. Hún er eitt helsta ljóðskáld sinnar kynslóðar í Danmörku.

Um vinningsverkið

Smásögusafnið Bavian kom út árið 2006 en þar er að finna sögur sem eru margradda og margræðar í senn. Þær má lesa sem afhjúpun á Danmörku samtíðarinnar þar sem leikið er á angur og óöryggi tíðarandans. Dauðinn er ætíð með í för og varpar skugga á hversdagsleg smáatriði. Bókin hefst á óhugnanlegri frásögn af mýbiti sem um leið er farsi um sjálfsblekkingu karlmannsins og mögnuð lýsing á varnarleysi mannslíkamans. Mótsagnir eins og sorg og lífsgleði, angist og friðþæging eru rauður þráður í smásögum Naja Marie Aidt þar til viskan sem fylgir lífinu kemur fram á sjónarsviðið í lokin. Í smásögu um brúðkaupsferð í Grikklandi vitjar vitfirrtur maður brúðarinnar og raskar jafnvægi ungu konunnar milli hins karllæga og kvenlæga. Kynleysi bregður fyrir í öllum smásögunum.

Bavian

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 2006

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Smásögurnar fimmtán í Bavian fjalla um heim sem virðist hversdagslegur. Naja Marie Aidt skrifar af fínlegu og ógnvekjandi raunsæi og tekst að laða fram undirtóna veruleikans þannig að lesandinn fær pata af þeim ótal ógnum um hugsanleg stórslys sem leynast undir yfirborði hversdagslífsins.