2009 Per Petterson, Noregur: Jeg forbanner tidens elv

2009 Per Petterson, Norge: Jeg forbanner tidens elv
Finn Ståle Felberg

Um höfundinn

Per Petterson er fæddur í Ósló og er einn virtasti og vinsælasti höfundur Noregs. Hann er af alþýðufólki kominn og lét til sín taka í vinstrihreyfingunni. Per Petterson var fyrst tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1977 fyrir skáldsöguna Till Sibirien. Árið 2003 vakti hann alþjóðlega athygli fyrir skáldsöguna Út að stela hestum sem vann til verðlauna víða um heim.

Um vinningsverkið

Jeg forbannar tidens elv er nafnið á fallegri og hæglátri skáldsögu. Arvid er kommúnisti á þrítugsaldri sem ákveður að hætta námi til að gerast öreigi, móður sinni til mikillar armæðu. Tuttugu árum síðar skilur hann við konuna sína um svipað leyti og móðir hans greinist með krabbamein. Móðir hans leitar til æskustöðva sinna í norðanverðri Danmörku og Arvid ákveður að fara á eftir henni. Honum finnst allt hafa mistekist: vinnan, hjónabandið og stjórnmálabröltið. Arvid er sögumaður skáldsögunnar, hann lítur um öxl á líf sitt sem allt hefur litast af sambandinu við móðurina. Hann lýsir stirðu sambandi þeirra, æskudraumum sínum, afturhvarfi til æskunnar og sársaukafullum bernskuminningum.


Jeg forbanner tidens elv

Útgáfa: Forlaget Oktober 

Útgáfuár: 2008

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Aðalpersóna sögunnar lýsir reynslu sinni og rifjar upp minningarbrot frá átakaskeiðum í lífi fjölskyldunnar. Í ljóðrænum og hæglátum stíl lýsir Petterson því hve erfitt er að segja það sem máli skiptir hvert við annað.