Document Actions

Tungumálanámskeið í Finnlandi

Upplýsingar um hvar finnska og önnur norðurlandamál eru kennd í Finnlandi.

Tungumál

Tungumál

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Finnskukennsla í Finnlandi

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í finnsku eru í boði um allt landið, til dæmis í símenntastofnunum sem finnast í nær hverju sveitarfélagi. Kennslan fer fram á t.d. finnsku, sænsku eða ensku. Í sumum sveitarfélögum standa innflytjendum tungumálanámskeið til boða án endurgjalds.

Lista yfir allar símenntastofnanir Finnlands má nálgast á heimasíðu Sambands finnskra símenntastofnana.

Símenntastofnanir tíu stærstu bæjarfélaganna eru:

Finnskukennsla í formi einstakra námskeiða fer einnig fram í opnum háskólum í Helsinki, Oulu og Rovaniemi. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði opnu háskólanna í Finnlandi.

Ýmsir lýðháskólar víða um land bjóða einnig upp á tungumálanámskeið. Nánari upplýsingar um starfsemi lýðháskólanna má nálgast hér.

CIMO (Center for International Mobility) stendur einnig fyrir finnskukennslu í Finnlandi, m.a. sumarnámskeiðum. CIMO stendur einnig fyrir námskeiðum og starfsnámi í háskólum erlendis fyrir erlenda finnskunema.

Kennsla norðurlandamála í Finnlandi

Sænskunámskeið eru í boði víða um landið í símenntastofnunum, opnum háskólum og lýðskólum. Langoftast fer kennslan fram á finnsku.

Minna er um kennslu í dönsku, norsku og íslensku, en símenntastofnanir stærstu sveitarfélaganna, svo og opnir háskólar, tungumálamiðstöðvar háskóla, sumarmenntaskólar (aðeins upplýsingar á finnsku) og lýðháskólarbjóða þó upp á námskeið í einhverju mæli. Einnig stendur Norræna menningargáttin fyrir námskeiðum á höfuðborgarsvæðinu. Samvinnufélag Norðurlandabúa, Pohjola-Norden, býður einnig upp á námskeið í norðurlandamálum öðru hverju. Kennsla í dönsku, norsku og íslensku fer yfirleitt fram á sænsku eða finnsku.

Vantar þig nánari upplýsingar?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.

Búseta og dvöl á Norðurlöndum

Búseta og dvöl í Danmörku

Búseta og dvöl í Finnlandi

Búseta og dvöl í Færeyjum

Búseta og dvöl á íslandi

Búseta og dvöl í Noregi

Búseta og dvöl í Svíþjóð

Búseta og dvöl á Álandseyjum

Meira um Finnland

Flutningar til eða frá Finnlandi

Búseta og dvöl í Finnlandi

Börn og fjölskylda í Finnlandi

Vinna í Finnlandi

Nám í Finnlandi