Document Actions

Bifreið í Noregi

Hér á eftir eru ýmsar reglur um innflutning bifreiða til Noregs, notkun bifreiða sem skráðar eru erlendis og hvert skal snúa sér til að fá leyfi til að nota eigin bifreið í Noregi.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Búsettir í útlöndum

Einstaklingar sem búsettir eru erlendis geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum notað bifreiðar skráðar erlendis í Noregi. Það er aðallega einstaklingar sem:

 • tengjast ekki Noregi (ferðamenn),
 • búa erlendis ásamt maka eða barni undir 18 ára aldri að því skilyrði uppfylltu að þeir heimsæki heimili sitt erlendis reglulega (minnst einu sinni í mánuði), eða
 • hafi atvinnutengsl við Noreg (atvinnu, nám eða eftirlaun/tryggingar) og annað hvort ferðast til vinnu á hverjum degi eða dvelja erlendis minnst 185 daga á hverju 12 mánaða tímabili. Einstaklingar mega ekki skráðir í þjóðskrá í Noregi og mega heldur ekki eiga maka eða barn undir 18 ára aldri sem búsett er í Noregi.

Nánar um reglur um notkun bifreiða sem skráðar eru erlendis fyrir einstaklinga sem ekki eru búsettir í Noregi á vefsíðu norskra  Tollayfirvalda.

Tímabundið búsettir í Noregi

Tímabundið búsettir teljast þeir sem dvelja í Noregi skemur en eitt ár. Mikilvægt er að viðkomandi geti skjalfest að dvölin verði skemmri en eitt ár og að skjöl þess efnis séu geymd í bifreiðinni. Dæmi um slík skjöl geta verið starfssamningur í Noregi, staðfest tímabundið leyfi frá störfum erlendis eða námsdvöl (studieplass) í Noregi.

Lengist dvölin þannig að dvöl í Noregi verði allt að tveimur árum (frá þeim tíma sem viðkomandi kom til Noregs), verður hann að sækja um akstursleyfi áður en hann hefur dvalið í Noregi í eitt ár. Umsóknin er send til tollayfirvalda. Einnig er mikilvægt að láta tollayfirvöld vita ef breytingar á atvinnusambandi eiga sér stað á eins árs tímabilinu. Sjá upplýsingar um hvert skal hafa samband á vefsíðu tollayfirvalda.

Búsettir í Noregi

Grundvallarreglan er að einstaklingar sem búsettir eru í Noregi mega ekki aka um í Noregi á faratæki sem skráð er erlendis. Þó eru nokkrar undantekningar, en reglan er að krafist er aksturleyfis frá tollayfirvöldum. Nánari upplýsingar um undanþágur eru á vefsíðu tollayfirvalda.

Ef einstaklingur hyggst flytja til Noregs með bifreið sem skráð er erlendis getur viðkomandi sótt um tímabundið leyfi til að nota farartækið í allt að 14 daga í Noregi. Viðkomandi skal geta skjalfest að hann hyggist flytja.

Innflutningur bifreiðar sem skráð er erlendis

Ekki er leyfilegt að flytja inn vélknúið farartæki til Noregs gjaldfrítt sem hluta af búslóð. Í flestu tilfellum þarf að tollafgreiða farartækið og skrá með norsku skráningarnúmeri. Nánari upplýsingar um tollafgreiðslu farartækja og kostnað eru á vefsíðu tollayfirvalda.

Áður en farartæki eru flutt inn er mikilvægt að afla upplýsinga hjá norska bifreiðaeftirlitinu um hvaða tæknikröfur eru gerðar til faratækisins áður en það fær norsk skráningarmerki.

Einnig er mikilvægt að kanna útflutningsreglur hjá yfirvöldum í innkaupslandinu/útflutningslandinu.

Þegar komið er að norskum landamærum er mikilvægt að fara í gegnum vaktað hlið og gera vart við sig á rauðu svæði. Þar fær viðkomandi innflutningsvottorð hjá tollayfirvöldum þar sem meðal annars kemur fram að hann skuli tilkynna sig hjá tollayfirvöldum á áfangastað. Þar greiðir viðkomandi virðisaukaskatt og mögulega gjald vegna losunar gróðushúsalofttegunda. Erlend skráningarnúmer eru afhent tollayfirvöldum um leið og virðisaukaskattur er greiddur.

Mikilvægt er að kaupa dagsnúmer hjá vegagerðinni áður en ekið er af stað á áfangastað. Hafa skal meðferðis staðfestingu á stellnúmeri ökutækis þannig að vegagerðin geti gefið út dagsnúmer.

Leggja skal fram eftirfarandi skjöl:

 • innflutningsvottorðið
 • reikning eða kaupsamning sem sýnir raunverulegt kaupverð ásamt flutningsreikningi ef við á og skjöl sem sýna annan kostnað við að flytja ökutækið yfir landamæri til Noregs, (t.d. tryggingu).
 • upprunalegt erlent skráningarskírteini, mögulega skírteini um að ökutæki uppfylli staðla (COC). Þegar nýir bílar eru fluttir inn og COC er lagt fram, er í flestum tilfellum hægt að greiða tollinn um leið og virðisaukaskattinn.

Bifreiðaeftirlitið verður að samþykkja notuð ökutæki. Það er gert við skoðunarstöðvar á vegum hennar. Skilyrt er að bifreiðaeftirlitið samþykki ökutæki áður en tollayfirvöld reikna toll og skilagjald.

Virðisaukaskatt skal greiða til tollayfirvalda áður en bifreiðaeftirlitið samþykkir ökutækið.

Einnig þarf að greiða toll áður en ökutæki er skráð í Noregi. Hafa skal samband við tollskrifstofu til þess að láta reikna toll og úrvinnslugjald. Tollayfirvöld staðfesta á skráningarskírteininu (eyðublað NA-0221) að gjöldin hafi verið greidd. Hafa skal skráningarskírteinið meðferðis þegar bifreiðin er skráð hjá bifreiðaeftirlitinu.

Áður en ökutæki er tekið í notkun skal láta samþykkja það og skrá hjá einni af skoðunarstöðvum bifreiðaeftirlitsins eða í gegnum Autoreg hjá bílasala sem hefur aðgang að kerfinu. Hægt er að panta tíma hjá flestum skoðunarstöðvum til þess að skrá ökutækið.

Þegar skráning fer fram skal hafa meðferðis beiðni um útreikning gjalda og skráningu (eyðublað NA-0221), skilríki og tryggingaskírteini. Nánar á vefsíðu Bifreiðaeftirlitsins. Að skráningu lokinni fær viðkomandi senda kröfu um greiðslu árgjalds frá tollayfirvöldum.

Hægt er að hafa samband við upplýsingamiðstöð tollstjóra í síma 03012 og fá nánari upplýsingar um innflutning og útreikning gjalda. Nánari upplýsingar á vefsíðu tollstjóra og vefsíðu Bifreiðaeftirlitsins.

  Ökuskírteini

  Gild EES-ökuskírteini gilda í Noregi. Flestum EES-ökuskírteinum er hægt að skipta út og fá norskt ökuskírteini í staðinn. Nánar um þetta á vefsíðu vefsíðu Bifreiðaeftirlitsins.

  Tryggingar

  Allir sem eiga farartæki í Noregi eru skyldugir til að hafa ábyrgðartryggingu (trafikkforsikring). Þetta er lögbundin trygging sem bætir tjón sem faratækið veldur á fólki og hlutum. Að auki getur eigandinn valið að hafa margvíslegar valfrjálsar tryggingar. Nánar um valfrjálsar bifreiðatryggingar á vefsíðu neytendasamtakanna.

  Vetrardekk og sumardekk

  Í Noregi bera ökumenn sjálfir ábyrgð á því að meta hvort ökutækið hafi nægilegt veggrip. Í hálku fæst betra veggrip ef notuð eru vetrardekk með eða án nagla eða keðja.

  Notkun negldra vetrardekkja er háð reglum og ekki leyfileg

  • Frá og með fyrsta mánudegi eftir 2. páskadag
  • Til og með 31. október

  Í Nordland, Troms og Finnmörku gilda reglurnar frá og með 1. maí til og með 15. október.

  Yfir vetrartímann eru eftirfarandi kröfur gerðar til þeirra dekkja sem notuð eru:

  • Dýpt mynstursins skal vera 3 mm að lágmarki óháð dekkjagerð (sumardekk með minna en 3 mm djúpt mynstur skal ekki nota í vetrarfærð)
  • Naglar eru einungis leyfðir á vetrardekkjum (nema á mótórhjólum)
  • Ökutæki sem vega 3,5 tonn og minna og nota nagladekk, verða að vera með þau á öllum hjólum

  Utan vetrartíma skal dýpt mynsturs vera að lágmarki 1,6 mm.

  Ekki er gerð krafa um notkun nagladekkja á veturna, og notkun vetrardekkja án nagla er ekki háð eftirliti, en slík dekk hafa minna veggrip en sumardekk á blautu malbiki að sumarlagi.

  Ef færðin krefst þess má nota nagladekk og keðjur utan vetrartíma. Enn fremur er ekki gerð krafa um að notuð séu nagladekk á veturna í tveimur stærstu borgunum, Ósló og Björgvin hafa lagt nagladekkjaskatt á bifreiðar sem nota nagladekk milli 1. nóvember og 1. maí. Nánar um gjöldin á vefsíðu vefsíðu Bifreiðaeftirlitsins.

  Athugið að sumir vegi í Noregi eru lokaðir á veturna. Nánari upplýsingar um þetta á vefsíðu vegagerðar ríkisins.

  Almennar upplýsingar um umferðarreglur í Noregi eru í bæklingi hjá vegagerð ríkisins

  Akstur bifreiðar sem skráð er í Noregi, í öðru norrænu ríki

  Ekki er nauðsynlegt að skrá ökutæki sem skráð er í Noregi, í öðru norrænu ríki ef einungis er dvalið í landinu í stuttan tíma. Mismunandi er eftir löndum hversu lengi má aka ökutæki sem skráð er í öðru landi.

  Leyfilegt er að nota ökutæki sem skráð er í Noregi í því landi sem heimsótt er ef dvölin er styttri en 12 mánuðir í Svíþjóð, 6 mánuðir í Danmörku og Finnlandi, á Íslandi og í Færeyjum og 3 mánuðir á Grænlandi. Ef dvölin og notkunin er lengri en uppgefinn tími, skal skrá ökutækið. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að fá leyfi til að aka ökutæki sem skráð er erlendis og mælt er með að einstaklingar leiti upplýsinga áður en haldið er af stað. Þeir aðilar sem bera ábyrgð á skráningu ökutækja eru Umferðastofa á Íslandi, Transportstyrelsen í Svíþjóð, Tulli í Finnlandi og SKAT í Danmörku.

  Viltu spyrja Halló Norðurlönd?

  Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.

  Meira um Noreg

  Flytja til Noregs

  Vinna í Noregi

  Nám í Noregi

  Að búa og dvelja í Noregi

  Börn og fjölskylda í Noregi

  Flytja innan eða til Norðurlanda

  Flytja til Danmerkur

  Flytja til Finnland

  Flytja til Íslands

  Flytja til Noregs

  Flytja til Svíþjóðar

  Flytja til Álandseyja

  Flytja til Færeyja