Document Actions

Bifreið í Svíþjóð

Hér fyrir neðan er listi yfir það sem gera skal þegar bifreið er flutt til Svíþjóðar frá öðru norrænu ríki auk upplýsinga um sænskar umferðareglur.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Reglur um innflutning á bifreiðum

Meginreglan er sú að bifreið á að vera skráð í búsetulandi eiganda. Ef einstaklingur býr í Svíþjóð skal bifreið viðkomandi vera skráð þar.

Þegar flutt er með bifreið til Svíþjóðar má að hámarki nota bifreiðina í viku eftir að komið er til landsins. Þessa viku verður bifreiðin að vera tryggð. Þegar bifreið er flutt til Svíþjóðar er aðeins hægt að sækja og fá tímabundna skráningu í lengri tíma í tengslum við umsókn um upprunaskoðun innflutts ökutækis. Ef sótt er um tímabundna skráningu í lengri tíma, verður bifreiðin að vera tryggð í Svíþjóð - vera tímabundið tryggð með tryggingu sem nefnist „Trafikförsäkringsbevis för tilfällig registrering.

Ríkisborgari annars norræns ríkis sem býr tímabundið í Svíþjóð, má að hámarki aka á erlendum númeraplötum þar í eitt ár.

Ferðamenn í Svíþjóð ættu að hafa samband við eigið tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar.

Öll ökutæki sem flutt eru til Svíþjóðar og nýtt þar, verður að upprunaskoða áður en þau eru skráð. Sótt er um upprunaskoðun á bifreiðum hjá bifreiðaeftirlitinu, Transportstyrelsen. Þegar upprunaskoðun hefur verið samþykkt, skal hafa samband við bifreiðaskoðunina (Bilprovningen) til að fá skráningarskoðun.

Frekari upplýsingar um innflutning bifreiða til Svíþjóðar og skjöl sem á að senda inn fyrir skráningu á vefsíðu bifreiðaeftirlitsins.

Bifreiðaeftirlitið hefur gefið út leiðbeiningar með upplýsingum um innflutning ökutækja frá upphafi til enda. Þar eru útskýringar á því hvað gera skal og í hvaða röð, frá því að komið er með bifreið að sænsku landamærunum og þar til nýta má bifreiðina. Þar eru upplýsingar um tolla,skatta, tryggingar, upprunaskoðun, skráningarskoðun og skráningarnúmer.

Tollur og skattur

Bifreiðar frá Danmörku og Finnlandi

Innflutningur bifreiða frá Danmörku og Finnlandi er ekki tollskyldur, þar sem öll ríkin eiga aðild að ESB. En hafa skal samband við Skattstjóra Skatteverket, til að fá frekari upplýsingar um skatta og virðisaukaskatt.

Bifreiðar frá Íslandi og Noregi

Athugið að ef bifreið er flutt til Svíþjóðar frá Íslandi eða Noregi er hún tollskyld. Hafa skal samband við Tollstjóra Tullverket.

Ef bifreið er flutt með frá Íslandi eða Noregi þegar flutt er til Svíþjóðar er hægt að sækja um undanþágu frá tollum. Undanþágan fer meðal annars eftir því hvort viðkomandi er innflytjandi, hvort hann er að flytja tilbaka til Svíþjóðar og hve lengi hann hefur átt bifreiðina. Frekari upplýsingar í bæklingi Tollstjóra Tullverkets brochure.

Bifreiðatryggingar

Öll ökutæki eiga að vera tryggð. Frekari upplýsingar um bifreiðatryggingar, hvenær tryggja skal og hvað gerist ef bifreið er ótryggð fást á vefsíðu bifreiðaeftirlitsins Transportstyrelsens hjemmeside.

Umferðarreglur

Upplýsingar um sænskar umferðarreglur eru á vefsíðu bifreiðaeftirlitsins.

Á vefsíðu Vegamálastjóra eru upplýsingar um hámarkshraða í Svíþjóð.

Ekki er leyfilegt að aka bifreið í Svíþjóð með meira en 0,2 prómill í blóði.

Nota skal vetrardekk á bifreiðar á tímabilinu 1. desember til 31. mars. Þetta á einnig við um bifreiðar sem skráðar eru í öðru ríki. Á vefsíðu lögreglunnar eru frekari upplýsingar um notkun bifreiðadekkja í Svíþjóð.

Hér eru upplýsingar veggjöld fyrir bifreiðar í Stokkhólmi og Gautaborg.

Sænsk bifreið í öðru norrænu ríki

Reglur ríkis sem flutt er til segja til um hve lengi má aka bifreið sem skráð er í Svíþjóð í viðkomandi landi.

Danmörk

Reglur um skráningu bifreiða í Danmörku eru mismunandi og fara eftir því hvort viðkomandi ferðast yfir sundið til vinnu, býr tímabundið í Danmörku eða hefur fasta búsetu í landinu.

Hér eru reglur um innflutning bifreiða til Danmerkur. Það eru skýrt takmörk fyrir því hve mikið og með hvaða skilyrðum má nota sænska bifreið í Danmörku, þegar eigandinn er með lögheimili í Danmörku. Hafa þarf sérstakt samþykki danskra skattayfirvalda, Skat, til að mega nota bifreiðina í Danmörku.

Á eyðublaði Skattstjóra blanket 21059 er hægt að sækja um leyfi til að aka bifreið frá landamærum að dönsku lögheimili. Þeir sem aka sænskskráðri bifreið í Danmörku án þessa leyfis geta átt von á sekt.

Hafa skal samband við Skattstjóra og biðja um skráningardeild ökutækja (Centralregisteret for motorkøretøjer) til að fá frekari upplýsingar um reglur um notkun ökutækja sem skráð eru erlendis í Danmörku.

Finnland

Hér eru upplýsingar um hvernig flytja á bifreið til Finnlands og á vefsíðu finnska sendiráðsins eru upplýsingar um akstur bifreiðar sem skráð er erlendis í Finnlandi.

Ísland

Á vefsíðunni Halló Norðurlönd eru upplýsingar um innflutning á bifreiðum til Íslands.

Noregur

Hér eru upplýsingar um innflutning á bifreiðum til Noregs. Frekari upplýsingar um notkun sænskra bifreiða í Noregi eru á vefsíðu norskra tollyfirvalda (Toll). Þar eru einnig upplýsingar um að ferðast með bifreið til vinnu til Noregs.

Viltu spyrja Halló Norðurlönd?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.

Flutningar á Norðurlöndum

Flutningar til eða frá Danmörku

Flutningar til eða frá Finnlandi

Flutningar til eða frá Færeyjum

Flutningar til eða frá Íslandi

Flutningar til eða frá Noregi

Flutningar til eða frá Svíþjóð

Flutningar til eða frá Álandseyjum

Meira um Svíþjóð

Flutningar til eða frá Svíþjóð

Búseta og dvöl í Svíþjóð

Börn og fjölskylda í Svíþjóð

Vinna í Svíþjóð

Nám í Svíþjóð