Document Actions

Flytja innan eða til Norðurlanda

Upplýsingar fyrir þá sem ætla að flytja eða hafa þegar flutt til Norðurlanda. Hverju þarf að huga að, og hvaða stjórnvöld þarf að hafa samband við?
Flytja til Danmerkur
Hér eru almennar upplýsingar um það að flytja til Danmerkur. Upplýsingar um bíla og húsnæði, upplýsingar um réttindi og skyldur í samfélaginu og einnig upplýsingar um hvernig maður ber sig að við skipulagningu flutnings til Danmerkur.
Flytja til Finnlands
Hér eru gagnlegar upplýsingar varðandi flutning til og búsetu í Finnlandi, sem gott er að hafa í huga meðan skipulag flutninga stendur yfir. Meðal efnisatriða eru flutningstilkynning, íbúðarleit, skólaganga og nám auk heilsugæslu og ellilífeyris. Einnig er vakin athygli á flipanum Flytja frá Finnlandi, en þar má lesa um flutningstengd atriði sem gott er að hafa í huga þegar flutt er frá Finnlandi til annars Norðurlands.
Flytja til Færeyja
Hér eru almennar upplýsingar um það að flytja til Færeyja. Bíll, húsnæði, tollar, skattar og kosningaréttur - og margt annað sem taka þarf afstöðu til þegar áformað er að flytja til Færeyja.
Flytja til Íslands
Hagnýtar upplýsingar fyrir Norðurlandabúa sem flytja til Íslands.
Flytja til Noregs
Er hægt að taka bílinn með þegar flutt er til Noregs? Hvenær á að skrá sig í þjóðskrá? Hvernig finnur maður húsnæði í Noregi? Hér eru upplýsingar um réttindi og skyldur þeirra sem flytja til Noregs og um við hvaða stjórnvöld skal hafa samband.
Flytja til Svíþjóðar
Hér eru almennar upplýsingar um það að flytja til Svíþjóðar. Upplýsingar um bíla og húsnæði, upplýsingar um réttindi og skyldur í samfélaginu og einnig upplýsingar um hvernig maður ber sig að við skipulagningu flutnings til Svíþjóðar.
Flytja til Álandseyja
Álandseyjar eru sænskumælandi sjálfstjórnarsvæði sem tilheyrir Finnlandi. Lagasetning á Álandseyjum er að mestu leiti sjálfstæð og einnig alþjóðleg vernd á sænskri tungu og menningu. Í þessum kafla er sjónum beint að þeim reglum sem gilda um flutning til Álandseyja.
Flytja til Grænlands
Grænland er sjálfsstjórnarsvæði í ríkjasambandi Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Aðaltungumálið er grænlenska og sums staðar á starfsfólk erfitt með að skilja skandinavísku tungumálin. Vert er að kanna þau mál áður en flutt er til Grænlands. Upplýsingaskrifstofa Halló Norðurlanda á Grænlandi er tiltölulega nýtekin til starfa, þannig að enn er verið að vinna að upplýsingasíðunum.

Viltu spyrja Halló Norðurlönd?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.

Flutningar á Norðurlöndum

Flutningar til eða frá Danmörku

Flutningar til eða frá Finnlandi

Flutningar til eða frá Færeyjum

Flutningar til eða frá Íslandi

Flutningar til eða frá Noregi

Flutningar til eða frá Svíþjóð

Flutningar til eða frá Álandseyjum