Document Actions

Æðri menntun í Finnlandi

Upplýsingar um æðri menntun í Finnlandi, þ.e. á háskólastigi, svo og um Norræna samninginn um æðri menntun.

Orđabók
Ljósmyndari
Ane Cecilie Blichfeldt

Menntun á háskólastigi er í boði í 14 ríkisreknum háskólum, svo og ýmsum iðnháskólum, sem oft eru reknir sem sjálfstæð fyrirtæki og þá ýmist á vegum hins opinbera eða af einkaaðilum. Kennsla er í boði á finnsku, sænsku og ensku.

Nánari upplýsingar um námsmöguleika á mismunandi stigum finnska menntakerfisins eru aðgengilegar á vefnum Opintoluotsi.fi.

Iðnháskólar

Iðnháskólar veita menntun sem miðar að ástundun iðngreinar og oft einnig margvíslega aðra menntun á háskólastigi. Framhalds- eða iðnskólamenntun veitir hæfilegan grunn til slíks náms. Hægt er að sækja um skólavist að vori eða hausti gegnum sameiginlegt umsóknakerfi (á finnsku eða sænsku) og yfirleitt fara fram inntökupróf. Sé sótt um skólavist að vori er um fjölbreyttara námsval að ræða. Iðnháskólamenntun er í flestum tilvikum án endurgjalds.

Í flestum finnskum iðnháskólum er kennslan á finnsku, þótt einnig finnist skólar þar sem alfarið er kennt á sænsku. Einnig bjóða margir iðnháskólar námslotur á ensku. Lista yfir allar námsleiðir á ensku má finna á vefnum StudyinFinland, gagnagrunni á vegum CIMO (Center for International Mobility).

Það tekur um 3-4 ár að ljúka grunnnámi við iðnháskóla og er hluti þess starfsnám í eina önn. Til að fá inngöngu í framhaldsnám við iðnháskóla þarf nemandi að hafa lokið viðeigandi grunnnámi og auk þess starfað á sínu sviði í að minnsta kosti þrjú ár. Það tekur 1–1˝ ár að ljúka framhaldsnámi við iðnháskóla, sé miðað við fullt nám.

Nánari upplýsingar um iðnháskólana er að finna á vefnum Koulutusnetti.

Háskólar

Í háskólum og öðrum fræðilegum, æðri menntastofnunum, svo sem í tækniháskólum og listaháskólum, er lögð stund á fræðilegar rannsóknir jafnt sem kennslu.

Viðmiðunartími til að ljúka grunnnámi eða B.A. -gráðu er þrjú ár og framhaldsnámi eða M.A. -gráðu tvö ár. Eigi skal taka lengri tíma en sjö ár samanlagt að ljúka grunn- og framhaldsnámi. Samkvæmt ríkjandi verklagi ljúka nemendur fyrst grunnnámi og öðlast þannig réttindi til inngöngu í framhaldsnám við sömu deild. Að framhaldsnámi loknu er hægt að sækja um doktorsnám, annað rannsóknatengt framhaldsnám eða nám til sérfræðileyfis, sem veitir löggildingu í viðkomandi starfsgrein.

Háskólar eru ýmist ein- eða tvítyngdir (á finnsku og/eða sænsku). Eins er töluvert um kennslu og rannsóknir á ensku. Lista yfir allar námsleiðir á ensku má finna á gagnragrunni CIMO, StudyinFinland.

Háskólanám er án endurgjalds, en nemendum er skylt að tilheyra nemendafélagi og greiða meðlimagjald til félagsins. Þó eru skólagjöld innheimt af ríkisborgurum landa utan ESB og EES fyrir vissar námsleiðir.

Norræni samningurinn um æðri menntun

Norræni samningurinn um æðri menntun tryggir öllum Norðurlandabúum umsóknarrétt til náms við opinberar háskólastofnanir á Norðurlöndum á sömu eða sambærilegum forsendum og heimamönnum.

Samkvæmt samningnum er leyfilegt að viðurkenna nám sem lokið hefur verið í öðru Norðurlandi sem hluta af finnskri háskólagráðu. Hver menntastofnun fyrir sig sér um námsmat þar að lútandi. Það borgar sig að kanna með fyrirvara hvaða fylgiskjala finnskar menntastofnanir krefjast til að geta vviðurkennt menntun frá öðru Norðurlandi.

Meira um Finnland

Flytja til Finnlands

Vinna í Finnlandi

Nám í Finnlandi

Að búa og dvelja í Finnlandi

Börn og fjölskyldufólk í Finnlandi

Nám á Norðurlöndum

Nám í Danmörku

Nám í Finnlandi

Nám á Íslandi

Nám í Noregi

Nám í Svíþjóð

Nám á Álandseyjum

Nám í Færeyjum

Vantar þig nánari upplýsingar?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.