Document Actions

Framhaldsskólanám í Finnlandi

Upplýsingar um framhaldsskólanám eða annað nám að loknum grunnskóla.

löpende
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Einstaklingur sem lokið hefur grunnskólaprófi eða öðru sambærilegu námi, í Finnlandi eða annarsstaðar, getur sótt um inngöngu í skóla á framhaldsstigi.

Framhaldsnám og sambærilega almenna menntun í Finnlandi veita menntaskólar og iðnskólar.

Einnig er mögulegt að ljúka tvöföldu prófi með samfléttun menntaskóla- og iðnnáms. Umsóknartími í framhaldsskóla er að vori gegnum sameiginlegt umsóknakerfi (á finnsku og sænsku). Sækja má um námsstyrk til framhaldsnáms, að fullorðinsfræðslu undanskilinni. Í mörgum framhaldsskólum fá nemendur heitar máltíðir í hádeginu án endurgjalds.

Nánari upplýsingar um námsmöguleika á mismunandi stigum finnska menntakerfisins eru aðgengilegar á vef Opintoluotsi.

Menntaskólar

Finnskir menntaskólar veita almenna, bóklega menntun. Meðallengd námsins er þrjú ár og því lýkur alla jafna með stúdentsprófi. Menntaskólagengnir nemendur hafa rétt til áframhaldandi náms á háskólastigi, við annaðhvort háskóla eða iðnháskóla.

Menntaskólar eru ýmist ríkisreknir eða einkareknir, en námið er ávallt án endurgjalds. Nemendur verða þó sjálfir að verða sér úti um námsefnið.

Í menntaskólunum er yfirleitt kennt á finnsku eða sænsku. Í stærri borgum eru einnig alþjóðlegir menntaskólar, þar sem stunda má nám á t.d. ensku, þýsku eða frönsku.

Sótt er um menntaskólanám gegnum sameiginlegt umsóknakerfi á vefnum, haenyt.fi. (á finnsku og sænsku).

Nánari upplýsingar um framhaldsskólanám eru aðgengilegar á vef Fræðsluráðs.

Iðnnám

Iðnnám er nátengt atvinnulífinu og miðar að því að ljúka prófi í ákveðinni iðngrein. Prófi má ýmist ljúka með hefðbundnu grunnnámi, með stöðuprófum og námsmati á forsendum starfsreynslu, eða á námssamningi.

Bæði ungt fólk og fullorðið getur sótt um inngöngu í grunnnám iðngreina. Námið er m.a. skipulagt af iðnskólum og fullorðinsfræðslumiðstöðvum. Auk kennslu í iðngreinum samanstendur iðnnámið af almennu námi, valfrjálsum námskeiðum og yfirleitt einnig starfsnámi. Samhliða iðnnámi er hægt að stunda menntaskólanám eða gangast undir stúdentspróf.

Sá möguleiki að ljúka prófi gegnum stöðupróf og námsmat er ætlaður fullorðnu fólki sem þegar hefur aflað sér færni og reynslu í viðkomandi fagi. Nemendur sýna þá fram á kunnáttu með sýnishornum af vinnu sinni, auk skriflegra og munnlegra verkefna. Fyrir þá námsleið er einnig undirbúningsnám í boði. Með stöðuprófum og námsmati má, auk grunngráðu, ljúka sérfagsgráðu þar sem krafist er dýpri þekkingar á einhverju sérsviði fagsins.

Iðngreinamenntun veitir aðgang að æðri menntun innan háskóla eða iðnháskóla.

Sækja má um iðnnám gegnum sameiginlegt umsóknakerfi á slóðinni haenyt.fi. (á finnsku og sænsku).

Nánari upplýsingar um fagnám eru aðgengilegar á heimasíðu Fræðsluráðs.

Meira um Finnland

Flytja til Finnlands

Vinna í Finnlandi

Nám í Finnlandi

Að búa og dvelja í Finnlandi

Börn og fjölskyldufólk í Finnlandi

Nám á Norðurlöndum

Nám í Danmörku

Nám í Finnlandi

Nám á Íslandi

Nám í Noregi

Nám í Svíþjóð

Nám á Álandseyjum

Nám í Færeyjum

Vantar þig nánari upplýsingar?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.