Document Actions

Stúdentaíbúðir í Finnlandi

Upplýsingar um mismunandi gerðir stúdentaíbúða í Finnlandi og þær stofnanir sem leigja út stúdentaíbúðir í hinum ýmsu sveitarfélögum.

Boende
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Allir sem stunda nám við framhaldsskóla eða nám á grunn- eða meistarastigi við æðri menntastofnun hafa rétt á að sækja um stúdentaíbúð.

Í Finnlandi er einkum mikil eftirspurn eftir stúdentaíbúðum á haustönn. Í sumum sveitarfélögum er tilteknum fjölda íbúða haldið sérstaklega fyrir skiptinema, sem menntastofnanirnar leigja þá af stúdentaíbúðastofnunum.

Í öllum háskólabæjum Finnlands, sem eru 21 talsins, eru stúdentaíbúðastofnanir sem sækja má um stúdentaíbúðir hjá. Auk stúdentaíbúðastofnana á hverjum stað eru aðrar stofnanir sem einnig leigja út stúdentaíbúðir. Úthlutunarviðmið mismunandi stofnana eru breytileg. Upplýsingar um þær stofnanir sem leigja út íbúðir má fá hjá menntastofnununum. Sumar menntastofnanir hafa sína eigin stúdentagarða. Nemendur sem búa á stúdentagarði tiltekinnar menntastofnunar og hafa rétt á námsstyrk fá lægri húsnæðisstyrk en nemendur sem leigja á almennum markaði.

Stúdentaíbúðir í Finnlandi hf., SOA, er hagsmunagæslu- og samvinnubandalag stúdentaíbúðasamtaka í öllu Finnlandi. Markmið bandalagsins er að gæta almennra og sameiginlegra hagsmuna stúdentaíbúðasamtaka þannig að þau geti haldið uppi framboði stúdentaíbúða á viðráðanlegu verði, sem standist kröfur íbúanna, og boðið þeim þjónustu því tengda. Á heimasíðu SOA er mikið af gagnlegum upplýsingum um húsnæðisúrræði námsmanna.

Stúdentaíbúðir í hinum ýmsu sveitarfélögum

Eftirfarandi samtök og stofnanir sjá um að úthluta stúdentaíbúðum:

Háskólaborgir

Önnur sveitarfélög

Mismunandi gerðir stúdentaíbúða

Samleiguíbúðir

Leiga á herbergi í samleiguíbúð er umtalsvert ódýrari en leiga á almennum markaði, sérstaklega í stórum borgum. Samleiguíbúðir eru yfirleitt leigðar út án húsgagna og íbúar hafa oft baðherbergi og eldhús til sameiginlegra nota. Íbúðir búnar húsgögnum eru einnig leigðar út til skemmri tíma, til dæmis skiptinemum.

Smáíbúðir

Dýrari og vandfengnari gerð af íbúð er smáíbúð sem ætluð er einum nemanda. Takmarkað framboð er af smáíbúðum og þarf því yfirleitt að fara á biðlista eftir þeim. Auðsóttara er að fá samskonar íbúð leigða á almennum markaði, en þar er leigan oft hærri.

Hópíbúðir

Hægt er að leigja hópíbúð ásamt vinum, og fær hópurinn þá heila íbúð til sameiginlegra afnota. Í sumum þessara íbúða er sameiginleg vistarvera eða stofa, auk svefnherbergja og eldhúss.

Fjölskylduíbúðir

Í fjölskylduíbúðum eru yfirleitt 2-3 herbergi og eldhús/eldhúskrókur. Íbúðirnar eru ætlaðar sambýlisfólki, hjónum og barnafólki. Sé annað hjóna eða sambýlisfólks í námi er hægt að sækja um fjölskylduíbúð. Fjölskylduíbúðir eru oft staðsettar í nágrenni þjónustu sem barnafólk getur nýtt sér, svo sem róluvalla og leikskóla.

Frekari upplýsingar um húsnæðisúrræði námsfólks fást hjá stúdentaíbúðastofnunum á þeim stað sem nám er stundað.

Húsnæðisstyrkur námsstyrksins

Námsfólk er styrkt til búsetu með húsnæðisstyrk námsstyrksins. Húsnæðisstyrkur er greiddur þá mánuði sem nám stendur yfir, til nemenda sem búa í leigu-, búsetaréttar- eða hlutaeignaríbúðum. Almenn viðmið við úthlutun húsnæðisstyrks eru hin sömu og við úthlutun námsstyrksins yfirleitt.

Nemandi færist undir hið almenna húsnæðisstyrkjakerfi Almannatryggingastofnunar í þeim tilvikum sem hann á ekki rétt á námsstyrk vegna ófullnægjandi námsframvindu, vegna þess að hann er ófær til vinnu, vegna loka námsstyrkstímans eða vegna þess að hann er of tekjuhár, einnig í þeim tilvikum sem nemandi býr í húsnæði ásamt barni sínu eða maka síns.

Frekari upplýsingar um húsnæðisstyrk námsstyrksins má finna á heimasíðu Almannatryggingastofnunar.

Frekari upplýsingar um námsstyrkinn má finna hér.

Meira um Finnland

Flytja til Finnlands

Vinna í Finnlandi

Nám í Finnlandi

Að búa og dvelja í Finnlandi

Börn og fjölskyldufólk í Finnlandi

Nám á Norðurlöndum

Nám í Danmörku

Nám í Finnlandi

Nám á Íslandi

Nám í Noregi

Nám í Svíþjóð

Nám á Álandseyjum

Nám í Færeyjum

Vantar þig nánari upplýsingar?

Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.