Document Actions

Vinna sem hjúkrunarfræðingur í Noregi

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja starfa sem slíkir í Noregi.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Hvar er sótt um vinnu sem hjúkrunarfræðingur?

Hjúkrunarfræðingar geta unnið á mörgum stöðum í Noregi. Oftast er það þó á sjúkrahúsum og við heilbrigðis- og umönnunarþjónustu hjá sveitarfélögunum, t.d. á hjúkrunarheimili, elliheimili, í heimaþjónustunni, í skólum og á heilsugæslustöðum.

Í Noregi eru starfandi fjórar svæðisbundnar heilbrigðisstofnanir: Helse Sør-Øst, Helse Vest, Helse Midt-Norge og Helse Nord. Hvert þessara fyrirtækja rekur sjúkrahús á sínu svæði. Á vefsíðum heilbrigðisstofnananna er yfirlit og krækjur á sjúkrahúsin og þar eru einnig upplýsingar fyrir atvinnuleitendur. 

Í Noregi bera sveitarfélögin ábyrgð á að veita öldruðum og öðrum sem á þurfa að halda þjónustu. Nánar um þetta á opinberu heilbrigðisgáttinni Helsenorge.
Í Noregi eru bæði elli- og umönnunarheimili sem rekin eru af einkaaðilum og hinu opinbera. Yfirlit yfir öll sveitarfélög er á opinberu vefsíðunni Norge.no.

Almennar upplýsingar um atvinnuumsóknir

Hægt er að sækja um starf í gegnum opinberu vinnumiðlunina í Noregi. Á vefsíðu Vinnu- og tryggingamálastofnunarinnar (NAV) eru fjölmargar auglýsingar um laus störf og þar er gott að hefja leitina. Útlendingar geta einnig notað EURES-þjónustuna í heimalandinu til að finna starf í Noregi eða haft samband við EURES-ráðgjafa eða NAV-skrifstofu á því svæði sem þeir vilja starfa á. Þar sem sveitarfélögin bera ábyrgð á heilbrigðis- og umönnunarþjónustu í Noregi er einnig ráðlegt að skoða upplýsingar um lausar stöður á vefsíðum sveitarfélaganna.

Önnur leið til að leita að starfi er að nota einkareknar atvinnumiðlanir eða ráðningaþjónustur eða með því að hafa samband beint við mögulega vinnuveitendur. Til eru vinnumiðlanir og ráðningaþjónustur sem sérhæfa sig í að finna starfsfólk á sviði heilbrigðis- og umönnunarþjónustu.

Leyfi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur

Í Noregi eru einstakar starfsgreinar verndaðar með lögum og þarf því leyfi til þess að starfa við þær. Matsstofnun ríkisins um heilbrigðisstarfsfólk (SAK) gefur leyfi til starfssemi innan heilbrigðissviðsins svo sem fyrir lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, lyfjafræðinga, lífverkfræðinga, sjúkraliða, o.fl. Nánari upplýsingar á vefsíðum Statens autorisasjonskontor for helsepersonell (SAK)

Í flestum tilfellum krefjast norskir vinnuveitendur þess að starfsmenn í heilbrigðisgeiranum hafi norskt leyfi. Hægt er að sækja um leyfi sem veitir full réttindi til starfa eða tímabundið leyfi þar til viðkomandi hefur áunnið sér full réttindi. Nánar um þetta á vefsíðu SAK.

Þegar sótt er um starfsleyfi skal fylla út umsóknareyðublað. Einnig þarf að senda með umsókninni nokkurn fjölda skjala. Ekki þarf að þýða skjöl sem skrifuð eru á skandinavísku tungumáli (dönsku, norsku eða sænsku) eða ensku. Munnið að senda aldrei upprunaleg skjöl, heldur «staðfest» eða «rétt» afrit af skjölunum. Nánari upplýsingar á vefsíðum SAK um leyfi fyrir hjúkrunarfræðinga, þar er einnig að finna umsóknareyðublað.

Afrit af eftirfarandi skjölum skulu senda með umsóknareyðublaðinu þegar sótt er um leyfi:

  • Vegabréf (norskum ríkisborgurum nægir að senda afrit af ökuskírteini eða bankakorti)
  • Öll viðeigandi prófskírteini («vitnemål» á norsku). Ekki nægir að senda einkunnir.
  • Leyfi/löggildingu frá heimalandinu.
  • Staðfestingu frá vinnuveitanda um starfsreynslu að loknu námi til dagsins í dag, þar sem fram kemur upphafs- og lokadagur auk upplýsinga um starfshlutfall og starfsvettvang. Ef viðkomandi hefur ekki verið í starfi á þessu tímabili skal upplýsa um það.

  Athugið að gjald er tekið fyrir umsókn um leyfi. Nánari upplýsingar um gjaldið eru á vefsíðunni SAK sine nettsider.

  Forsenda viðurkenningar á starfshæfni er að viðkomandi sé hæfur til að starfa í hvaða ESB-/EES-ríki sem er. Nánar um þetta á vefsíðu stofnunar um gæði í menntun, INVIA, en þar eru upplýsingar um reglur um viðurkenningu og leyfi veitt á grunni erlendrar menntunar og reynslu.

  Laun og aðrar hagnýtar upplýsingar tengdar hjúkrunarfræðingsstarfinu

  • Á vefsíðu norska hjúkrunarfræðingafélagsins Norsk Sykepleierforbunds nettside eru m.a. upplýsingar um lágmarkslaun hjúkrunarfræðinga í Noregi.
  • Nýjustu fréttir af hjúkrunarfræðifaginu í Noregi eru í tímariti hjúkrunarfræðingafélagsins Sykepleien.
  • Fagfélagið hefur einnig útbúið Verkfærakistu fyrir þá sem hyggjast mennta sig/vinna sem hjúkrunarfræðingar, með nánari upplýsingum.

  Viltu spyrja Halló Norðurlönd?

  Spurningar um flutning, vinnu og nám á Norðurlöndunum má senda með því að fylla út rafrænt eyðublað. Spurningum er svarað af starfsfólki upplýsingaþjónustunnar Halló Norðurlönd.

  Vinna á Norðurlöndum

  Vinna í Danmörku

  Vinna í Finnlandi

  Vinna í Færeyjum

  Vinna á Íslandi

  Vinna í Noregi

  Vinna í Svíþjóð

  Vinna á Álandseyjum

  Meira um Noreg

  Flutningar til eða frá Noregi

  Búseta og dvöl í Noregi

  Börn og fjölskylda í Noregi

  Vinna í Noregi

  Nám í Noregi