Document Actions

Ráðherranefndir

Norræna ráðherranefndin var stofnuð 1971, en hún er þrátt fyrir nafnið ekki ein heldur margar ráðherranefndir.
Norræna ráðherranefndin um vinnumál (MR-A)
Samstarf ríkisstjórna Norðurlanda á sviði atvinnu- og vinnumarkaðsmála, vinnuumhverfis og vinnuréttar er undir stjórn atvinnu- og vinnumarkaðsráðherra Norðurlanda sem jafnframt sitja í Norrænu ráðherranefndinni um vinnumál.
Norræna ráðherranefndin um atvinnu-, orku- og byggðastefnu (MR-NER)
Samstarf Norðurlandanna á sviði atvinnu-, orku- og byggðastefnu á að tryggja áframhaldandi hagvöxt á svæðinu. Norrænu ráðherrarnir sem fara með málefni atvinnu-, orku- og byggðastefnu stýra samstarfinu.
Norræna ráðherranefndin um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS)
MR-FJLS er ráðherranefnd sem nær til eftirtaldra fjögurra stefnumótunarsviða: fiskveiða og fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar. Meginverkefni MR-FJLS er að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúru- og erfðaauðlinda.
Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál (MR-JÄM)
Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði jafnréttismála fer fram undir stjórn ráðherra jafnréttismála, sem saman mynda MR-JÄM. Sameiginleg menning, saga og lýðræðislegar hefðir Norðurlanda hafa gert okkur kleift að byggja upp náið og gagnlegt samstarf um jafnréttismál.
Norræna ráðherranefndin um menningarmál (MR-K)
Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna og Færeyja, Grænlands og Álandseyja bera ábyrgð á norrænu menningarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið er meðal annars að stuðla að fjölbreytni í listtjáningu og kynna listamenn og störf þeirra
Norræna ráðherranefndin um löggjafarsamstarf (MR-LAG)
Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði löggjafarmála fer fram undir stjórn norrænu dómsmálaráðherranna, sem saman mynda MR-LAG. Löggjafarsamstarfið er tæki í starfi sem miðar að því að skapa sameiginlegar grundvallarreglur í löggjöf Norðurlandanna.
Norræna ráðherranefndin um umhverfismál (MR-M)
Norræna ráðherranefndin um umhverfismál, MR-M, stýrir samstarfi norrænu ríkisstjórnanna á sviði umhverfismála. Markmið samstarfsins er meðal annars að standa vörð um og bæta umhverfi og lífsgæði á Norðurlöndunum, auk þess að hafa áhrif á svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf.
Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S)
Samstarfi norrænu ríkisstjórnanna á sviði félags- og heilbrigðismála er stjórnað af norrænu félags- og heilbrigðisráðherrunum, sem saman mynda MR-S. Norræna samstarfið á sviði félags- og heilbrigðismála byggir á sameiginlegum gildum, en þau eru undirstaða norræna velferðarlíkansins.
Norræna ráðherranefndin um menntamál og rannsóknir (MR-U)
Samstarfi norrænu ríkisstjórnanna um menntamál og rannsóknir er stýrt af norrænu ráðherrunum sem fara með málefni menntamála og rannsókna. Saman mynda þeir ráðherranefndina MR-U. Ráðherranefndin vinnur að því að tryggja að Norðurlöndin verði í fararbroddi hvað varðar þekkingu og samkeppnishæfni.
Norræna ráðherranefndin um efnahags- og fjármálastefnu (MR-FINANS)
Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði efnahags- og fjármála fer fram undir stjórn norrænu fjármálaráðherranna, sem saman mynda Norrænu ráðherranefndina um efnahags- og fjármálastefnu (MR-FINANS). Samstarfinu er ætlað að gæta norrænna hagsmuna og stuðla að efnahagslegri samþættingu á alþjóðavettvangi.