Document Actions

Styrkir vinnuréttarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar (NAU)

Hér á eftir fara upplýsingar um hvernig sótt er um styrki hjá vinnuréttarnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar.

Styrkir vinnuréttarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar

Fjárveitingum frá vinnuréttarnefndinni skal fyrst og fremst varið í greiningarvinnu og námsstefnur um pólitísk mál á sviði vinnuréttar sem eru ofarlega á baugi og hafa norræna skírskotun. Mikilvægasta skilyrðið fyrir styrkhæfi verkefnis er að það komi norrænu löndunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi að gagni og hafi þar með norrænt notagildi.

Almennar leiðbeiningar og upplýsingar um styrki

Nefndin biður umsækjendur að kynna sér eftirfarandi upplýsingar áður en þeir senda umsóknir til ritara vinnuréttarnefndarinnar. Í framhaldinu er hægt að fá nánari upplýsingar hjá nefndarritaranum. Hér á síðunni eru tenglar á umsóknareyðublað og leiðbeiningar um styrki sem nefndir norrænu embættismannanefndarinnar um vinnumál (EK-A) veita.

Almennar leiðbeiningar og upplýsingar um verkefnastyrki vinnuréttarnefndarinnar  

Hér er að finna almenningar leiðbeiningar og upplýsingar um verkefnastyrki sem nefndir norrænu embættismannanefndarinnar um vinnumál (EK-A) veita

Umsóknareyðublað vinnuréttarnefndarinnar (NAU)

Hér er að finna umsóknareyðublað og leiðbeiningar um hvernig á að fylla það út


Umsókneyðublað nefndar um samskipti aðila vinnumarkaðarins (The Industrial Relations Committee (NAU)) fyrir verkefnastyrki

Hér er að finna umsóknareyðublað og upplýsingar á ensku um hvernig á að fylla það út

Auglýstir styrkir

Vinnuréttarnefndin auglýsir enga styrki til umsóknar eins og er. 

Fáanlegt í eftirfarandi löndum

Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Álandseyjar