Document Actions

Stefna í málefnum barna og ungmenna á Norðurlöndum

Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er sú að Norðurlönd eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Með eftirfylgni með „Stefnu í málefnum barna og ungmenna á Norðurlöndum“ fer nýtt þverfaglegt samstarfsverkefni af stað.

Norrænu ríkin, svo og sjálfstjórnarsvæðin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, hafa löngum lagt áherslu á málefni barna og ungmenna með sömu gildi að leiðarljósi, svo sem réttlæti, jöfnuð, lýðræði, víðsýni og virka þátttöku. Með áframhaldandi nánu samstarfi um málefni barna og ungmenna ná norrænu ríkin meiri árangri en hvert í sínu horni.

Börn og ungmenni eru allir á aldrinum 0–25 ára en aldursskiptingin getur verið breytileg eftir aðstæðum.

Lesið stefnuna hér:

Tengiliður

Idah Klint
Sími: +45 29 69 29 22
Netfang: