Norðurlönd í brennidepli skoða málefni sem rædd eru innanlands frá norrænu sjónarhorni. Skrifstofa Norðurlanda í brennidepli heldur námstefnur og sýningar um efni sem efst eru á baugi í stjórnmálum, umhverfismálum, atvinnulífi og menningu. Markhópurinn er aðallega embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn og hagsmunasamtök.