Document Actions

Hvernig tryggjum við að græn skuldabréf standi undir væntingum?

(11:30-13:30)

Markaðurinn fyrir græn skuldabréf hefur stækkað gríðarlega og litið er á skuldabréfin sem mikilvægan þátt í því að ýta undir fjárfestingar sem gagnast umhverfinu og draga úr hnattrænni hlýnun. Verið velkomin á hádegisnámsstefnu þar sem norrænir sérfræðingar í grænum skuldabréfum ræða stöðu þeirra og hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að litið verði á þau sem trygga umhverfisfjárfestingu.

Staðsetning

Konstakademien
Fredsgatan 12
Stockholm
Svíþjóð

Hvernig tryggjum við að græn skuldabréf standi undir væntingum?  

Markaðurinn fyrir græn skuldabréf hefur stækkað gríðarlega og litið er á skuldabréfin sem mikilvægan þátt í því að ýta undir fjárfestingar sem gagnast umhverfinu og draga úr hnattrænni hlýnun. Norrænar stofnanir og loftslagssérfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki í þessari þróun og áhuginn á skuldabréfunum fer nú vaxandi um alla Evrópu. Til að þessi jákvæða þróun snúist ekki upp í andstæðu sína er meginatriði að geta fullvissað fjárfesta um að skuldabréfunum sé raunverulega varið til aðgerða sem gagnast umhverfinu. 

Verið velkomin á hádegisnámsstefnu þar sem norrænir sérfræðingar ræða stöðu grænna skuldabréfa og til hvaða ráðstafana þurfi að grípa til að fjárfestar geti treyst því að fjármunirnir renni til verkefna sem stuðli að betri framtíð.

Meðal þátttakenda verða Christopher Flensburg, einn af megindriffjöðrunum að baki grænum skuldabréfum, en hann mun meðal annars ræða við Lars Eibeholm frá Norræna fjárfestingarbankanum. Aðrir þáttakendur í umræðunni verða Helana Lindahl, sjóðsstjóri græns skuldabréfasjóðs hjá fyrirtækinu SPP í Svíþjóð, og Penilla Gunther, þingmaður Kristilega demókrataflokksins í Svíþjóð og meðlimur í Norðurlandaráði. Fundarstjóri: Johan Hassel, Global Utmaning

Námsstefnan er hluti af „Green Week 2016“-verkefni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hún verður haldin á ensku.

Námsstefnan er ókeypis en tilkynna þarf um þátttöku fyrirfram.

Tímasetning: MIðvikudagur 1. júní 2016 kl. 12:00–13:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 11:30.
Staður: Konstakademien, Jakobsgatan 27C, Stokkhólmi

Skipuleggjendur: Norðurlönd í brennidepli og Global Utmaning

Spurningar? Hafið samband:
Helena Lagercrantz, helena.lagercrantz@nordicwelfare.org

Tengiliður

Louise Hertzberg
Sími: +46 (0) 733 27 69 90