Document Actions

Styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir frjáls félagasamtök á Eystrasaltssvæðinu

Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki á nokkrum helstu áherslusviðum samstarfs Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltsríkin, Pólland, Hvíta-Rússland og Norðvestur-Rússland, til að mynda í umhverfismálum og lýðræðisþróun, en einnig við uppbyggingu tengslaneta og samstarfs þvert á landamæri á Eystrasaltssvæðinu.

Haustið 2013 samþykktu norrænu samstarfsráðherrarnir ný viðmið um samstarfið við Norðvestur-Rússland og Eystrasaltsríkin fyrir árið 2014. Í þessum viðmiðum kemur fram að frjáls félagasamtök gegna lykilhlutverki í samstarfinu við Norðvestur-Rússland og Eystrasaltsríkin.

Norræna ráðherranefndin kom styrkjaáætluninni fyrir frjáls félagasamtök fyrst á fót árið 2006 til að efla samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 

Áherslusvið

  • Félags- og heilbrigðismál
  • Menning
  • Umhverfismál
  • Lýðræðisþróun

Um umsóknarferlið.

Fáanlegt í eftirfarandi löndum

Rússland, Hvíta-Rússland, Danmörk, Noregur, Eistland, Ísland, Svíþjóð, Grænland, Lettland, Litháen, Álandseyjar, Finnland, Pólland, Færeyjar

Tengd stofnun

Tengiliður

Signe van Zundert