Document Actions

Sækja um styrki

Listi yfir útboð og styrkjaáætlanir sem fjármagnaðar eru af samstarfsráðherrunum (MR-SAM).
NORDBUK: Styrkir til verkefna og félagasamstarfs
Norræna barna- og ungmennanefndin, NORDBUK, styrkir verkefni og samtök barna og ungmenna og hefur í því skyni komið á fót styrkjaáætlun sem Norræna menningargáttin hefur umsjón með.
Norræn starfsmannaskipti (TJUT)
Starfsmannaskipti gefa ríkisstarfsfólki kost á að kynna sér stjórnsýslu annars staðar á Norðurlöndum en í heimalandinu. Styrkjunum er skipt árlega niður á löndin, einnig Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, en umsjón með þeim hefur hópur tengiliða frá öllum löndunum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.
Open call: creative projects branding the Nordics
Do you have an idea for a Nordic project that can help put the Nordics in the mind of the world? A project that can highlight Nordic values; set the agenda and has a social clout that can cut through the noise and start a conversation.
Samarbetet med Ryssland kring forskning och högre utbildning
Nordiska ministerrådet har beslutat att fortsätta det nordisk-ryska samarbetet inom högre utbildning och forskning under åren 2016-2017. Ministerrådet har avsatt DKK 14 miljoner för det tvååriga programmet. Halva summan är avsedd för samarbetsprojekt inom utbildning och halva för forskningssamarbete.
Sameiginleg auglýsing eftir tillögum um að hefja samvinnu á milli Québec og Norðurlandanna um málefni á sviði rannsókna, nýsköpunar og menningar
Québec ministère des Relations internationals et de la Francophonie (MRIF) og Norræna ráðherranefndin (NCM) bjóða þér að senda inn umsókn um fjárstuðning til að halda úti samstarfsverkefni á milli Québec og Norðurlandanna á sviði rannsókna og nýsköpunar eða menningar.
Samstarfsáætlun um norðurslóðir: Styrkir
Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um norðurslóðir hefur um tíu milljónir danskra króna til umráða árlega. Hægt er að sækja um styrki frá Samstarfsáætluninni til verkefna á norðurslóðum.
Styrkir til verkefna á sviði aðlögunar
Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna á sviði aðlögunar til samstarfsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um aðlögun flóttafólks og innflytjenda
Styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir frjáls félagasamtök á Eystrasaltssvæðinu
Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki á nokkrum helstu áherslusviðum samstarfs Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltsríkin, Pólland, Hvíta-Rússland og Norðvestur-Rússland, til að mynda í umhverfismálum og lýðræðisþróun, en einnig við uppbyggingu tengslaneta og samstarfs þvert á landamæri á Eystrasaltssvæðinu.