Document Actions

Sameiginleg auglýsing eftir tillögum um að hefja samvinnu á milli Québec og Norðurlandanna um málefni á sviði rannsókna, nýsköpunar og menningar

Québec ministère des Relations internationals et de la Francophonie (MRIF) og Norræna ráðherranefndin (NCM) bjóða þér að senda inn umsókn um fjárstuðning til að halda úti samstarfsverkefni á milli Québec og Norðurlandanna á sviði rannsókna og nýsköpunar eða menningar.

Bakgrunnur

Samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu um samstarf í norrænni sjálfbærri þróun á milli Norrænu ráðherranefndarinnar og ríkisstjórnar Québec, sem undirrituð var 1. febrúar 2013, og viljayfirlýsingu á milli Norrænu ráðherranefndarinnar og ríkisstjórnar Québec, sem undirrituð var 27. febrúar 2015, án takmörkunar við það sem áður hefur verið nefnt, senda Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórn Québec í sameiningu frá sér auglýsingu eftir tillögum á sviði menningarmála og nýsköpunar.

Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórn Québec, hér á eftir nefndar aðilarnir, hafa átt í nánum umræðum um samstarf frá því að viljayfirlýsingin var sett fram árið 2015 með það að markmiði að þróa markvisst samstarf á milli landanna.                                 

                             

Markmið

Sameiginleg auglýsing aðilanna eftir tillögum leitast við að:

 • Efla sjálfbæra þróun í hverju samfélagi með tilliti til menningarlegra, félagslegra, efnahagslegra, umhverfislegra og/eða svæðisbundinna þátta verkefnanna.
 • Hvetja til samskipta milli landsvæðanna tveggja með því að efla þekkingu á menningu viðeigandi aðila.
 • Efla sameiginlega sköpun og miðlun á listaverkum og menningarafurðum, nánar tiltekið í gegnum skiptiáætlanir með listamönnum, leikstjórum og höfundum, opinbera viðburði og þróun samstarfs á milli menningarstofnana beggja vegna hafsins.
 • Efla betri gagnkvæman skilning með styrkingu tengslaneta og miðlun sérþekkingar.
 • Efla samstarf á milli rannsakenda á völdum áhugasviðum beggja vegna hafsins.

                             

Forgangsröðun auglýsingarinnar

Athugið að þessi auglýsing eftir tillögum er opin öllum atvinnugeirum á sviði menningar, vísinda og nýsköpunar.

Menning

Lögð verður áhersla á eftirtalin svið:

 • Kvikmyndagerð
 • Stafræn þróun menningar
 • Bókmenntir og útgáfa
 • Sviðslistir
 • Sjónræn og stafræn list

Vísindi og nýsköpun

Lögð verður áhersla á eftirtalin svið:

 • Stafræn nýsköpun
 • Sjálfbærar borgarlausnir
 • Ný sýn á virðiskeðjuna – líftæknihagkerfi og matvælalausnir
 • Lífvísindi
 • Þróun á Norðurlöndunum og á sjó
 • Viðartækni og hreinar byggingar

 

Skilyrði fyrir þátttöku í verkefni

Verkefni verða valin að loknu gæðabundnu mati og með tilliti til skilyrðanna sem nefnd eru hér á eftir.

Verkefnin verða að:

 • Taka til minnst tveggja stofnana og/eða hagsmunaaðila frá Norðurlöndunum (Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og/eða Álandseyjum) og eins samstarfsaðila frá Québec.
 • Vera framkvæmd í sameiningu samkvæmt meginreglunni um gagnkvæmni og sameiginlega skuldbindingu, bæði hvað varðar fjármögnun og markviss áhrif.
 • Efla samskipti til langs tíma og samstarfstengsl á milli Québec og Norðurlandanna.
 • Leiða til efnislegs ávinnings fyrir Québec og Norðurlöndin.
 • Leiða til stofnunar tengslaneta fyrir samstarf.
 • Stuðla að þróun tiltekinna færnisviða.
 • Hefjast í fyrsta lagi 1. APRÍL 2018.
 • Vera lögð fram sem fullkomin umsóknarskrá.

Lýsing fyrir auglýsingu ársins 2018:

Menningarmál, nýsköpun og rannsóknir hafa verið valin sem forgangssvið. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni samstarfsaðila á aldrinum 25–35 ára. Markmiðið er að greiða fyrir markvissu samstarfi á sviði menningar og nýsköpunar.

                             

Reglur og útgjöld sem gjaldgeng eru fyrir fjárstuðning

Stuðningur við samstarfsverkefni skal ekki koma í staðinn fyrir stuðning sem oftast er fenginn frá fjármögnunarfyrirtækjum. Athugið að fjárstuðningur frá ríkisstjórn Québec og Norrænu ráðherranefndinni fyrir hvert verkefni má ekki fara yfir 10.000 CAD á ári. Ríkisstjórn Québec og Norræna ráðherranefndin hafa hvor um sig úthlutað annars vegar 40.000 CAD og hins vegar 200.000 DKK til að styðja nokkur samstarfsverkefni.

Eftirfarandi útgjöld eru gjaldgeng:

 • flutningskostnaður fyrir flug á milli Québec og Norðurlandanna,
 • dagpeningar,
 • útgáfa efnis, kynningarstarf og gjöld fyrir miðlun upplýsinga í tengslum við verkefnið,
 • gjöld sem tengjast samvinnuverkefnum,
 • önnur gjöld sem tengjast opnum viðburðum (leiga á veislusal, flutningur á verkum o.s.frv.).                                       

Eftirfarandi útgjöld eru ekki gjaldgeng:

 • útgjöld sem tengjast rekstrar- eða launakostnaði stofnunar,
 • öll útgjöld sem þegar falla undir fjárstuðning frá annarri ríkisstjórnaráætlun,
 • þóknun til listamanna.

Fjármögnunaraðferð:

Samstarf Québec og Norrænu ráðherranefndarinnar notast við aðskilda fjármögnunaraðferð sem þýðir að hvor aðili ber ábyrgð á öllum útgjöldum sínum á erlendu yfirráðasvæði. Fjárstuðningur Québec kemur frá Québec ministère des Relations internationales et de la Francophonie (MRIF) samkvæmt eftirfarandi viðmiði: alþjóðlegar ferðagreiðslur að hámarki 1.500 CAD og dagpeningar (gisting og fæði ásamt flutningum innanlands) að upphæð 275 CAD á dag í hámark 7 daga. Fjárstuðningur Norðurlandanna kemur frá Norrænu ráðherranefndinni í samræmi við hefðbundna skilmála hennar.

                               

Viðmiðanir við mat á verkefnum

 • Samhengi verkefnis sem lagt er fram í tengslum við markmiðin sem gefin eru upp í auglýsingunni eftir verkefnum.
 • Framsækið eðli verkefnisins.
 • Stofnun nýrrar samvinnu.
 • Skýrleiki settra markmiða.
 • Tímarammi og hagkvæmni vinnuáætlunar.
 • Framlag til þróunar sviðsins út frá ávinningi og niðurstöðum verkefnisins.
 • Ströng fjárhagsráðstöfun og fjölbreytni í fjármögnunarleiðum.
 • Jafnvægi á milli markmiðanna og áætlaðra niðurstaðna með tilliti til vinnuáætlunar og uppbyggingar fjármögnunar.

                               

Kynning og val á verkefnum

Samstarfsaðilar frá Québec og Norðurlöndunum verða hvorir tveggja að fylla út viðeigandi skjöl á netinu (ekki verður tekið við öðrum eyðublöðum):

Fyrir Québec http://www.mrif.gouv.qc.ca/fr/appels-a-projets/conseil-nordique:

 • umsóknareyðublað um fjárstuðning,
 • ítarlega og hallalausa fjárhagsáætlun verkefnis með spá um tekjur og útgjöld (notið Excel-sniðmátið sem lagt er til).

Fyrir Norrænu ráðherranefndina:

                               

Samstarfsaðilar á Norðurlöndunum verða að leggja gögnin fram (ensk útgáfa) eigi síðar en 15. febrúar 2018 í tölvupósti til:

Fr. Signe Van Zundert og hr. Tómasar Orra Ragnarssonar

Skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar

Netfang: international@norden.org, sigzun@norden.org og tomrag@norden.org.

                               

Samstarfsaðilar í Québec verða að leggja gögnin fram (frönsk útgáfa) eigi síðar en 15. febrúar 2018 í tölvupósti til:

Hr. Steve Boilard

Direction Europe et institutions européennes

Ministère des Relations internationales et de la Francophonie

quebeccnm@mri.gouv.qc.ca

                               

Québec ministère des Relations internationales et de la Francophonie og Norræna ráðherranefndin bera ábyrgð á lokavali verkefnanna og ákvarða upphæð fjárstuðningsins sem veittur er. Stofnanir geta nálgast niðurstöðurnar 31. mars 2018. Athugið að ekki er hægt að áfrýja ákvörðunum.

                               

Lokaskýrsla

Hver stofnun fyllir út lokaskýrslu og leggur hana fram samkvæmt tengdum skilmálum í Québec og hjá Norrænu ráðherranefndinni, eftir því sem við á.

Umsóknarfrestur

15/02 2018