Document Actions

Um Norrænu ráðherranefndina

Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir bera meginábyrgð á norrænu samstarfi. Í raun hafa þeir þó falið samstarfsráðherrum Norðurlanda og Norrænu samstarfsnefndinni að sjá um daglega samhæfingu pólitísks samstarfs Norðurlanda.

Ljósmyndari
Søren Sigfusson/norden.org

Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 og þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna fer samstarfið fram í mörgum ráðherranefndum. Norrænir fagráðherrar funda í ráðherrnefndunum tvisvar á ári. Sem stendur eru tíu fagráðherranefndir starfandi auk ráðherranefndar samstarfsráðherranna. Ákvarðanir í norrænu ráðherranefndunum verða að vera einróma.

Löndin fimm skiptast á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni eitt ár í senn. Það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni mótar áætlun sem verður vegvísir fyrir samstarfið allt árið.

Erindi eru undirbúin og þeim fylgt eftir af mismunandi norrænum embættismannanefndum sem í sitja embættismenn frá löndunum.

Forsætisráðherrar Norðurlanda funda árlega og hittast jafnframt á öðrum vettvangi, til dæmis fyrir leiðtogafundi ESB.  Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlanda funda jafnframt reglulega utan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar.

Aðildarlönd og -svæði

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa átt aðild að Norrænu ráðherranefndinni frá árinu 1971. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar hafa jafnframt fengið fleiri fulltrúa og sterkari stöðu í Norrænu ráðherranefndinni með jafn marga fulltrúa og ofannefnd lönd.

Hvert land fer með eitt atkvæði í Norrænu ráðherranefndinni. Í hverri ráðherranefnd eru einn eða meðlimir ríkisstjórna hvers lands. Í ráðherranefnd geta sem sagt verið samstarfsráðherrar eða fagráðherrar eða þá fulltrúar beggja hópa. Fulltrúar landsstjórna Færeyja og Grænland og landsstjórn Færeyja taka jafnframt þátt í starfi ráðherranefndarinnar.

Færeyjar, Grænland og Álandseyjar geta valið hvort þau vilja eiga aðild að þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, í þeim mæli sem sjálfsstjórnarssamningar heimila.

Færeyjar, Grænland og Álandseyjar hafa fengið meira vægi í norrænu samstarfi síðan Álandseyjayfirlýsingin var samþykkt af samstarfsráðherrunum í Maríuhöfn á Álandseyjum 5. september 2007. Álandseyjayfirlýsingin fjallar um aðgerðir sem geta eflt þáttöku Færeyjar, Grænland og Álandseyja í norrænu samstarfi.

Tengiliður

Helle Engslund Karup
Netfang: