Document Actions

Lönd og svæði

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar taka þátt í opinberu samstarfi Norðurlanda í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Bæði Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin vinna með ýmsum samstarfsaðilum og taka virkan þátt í öðru svæðisbundnu samstarfi.

Norðurlandaráð tekur þátt í þingmannasamstarfi við Eystrasalt á vettvangi BSPC, hvort tveggja með því að senda sendinefnd á árlegan fund samtakanna og með því að vera fulltrúi aðilarlandanna í fastanefnd þeirra. Norðurlandaráð á áheyrnaraðild að Þingmannanefnd norðurskautsins (SCPAR), sem er þingmannasamstarf hliðstætt ríkisstjórnarsamstarfinu í Norðurskautsráðinu.

Norræna ráðherranefndin á áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, en það er samstarfsvettvangur stjórna ríkja sem eiga land á norðurskautssvæðum. Auk Norðurlanda, að Grænlandi og Færeyjum meðtöldum, eru það Kanada, Rússland og Bandaríkin. Norræna ráðherranefndin er jafnframt virkur þátttakandi í Baltic Sea Initiative sem beitir sér fyrir því að auka samkeppnishæfni svæðisins og vinnur að framkvæmd ýmissa þátta í Norðlægu víddinni á vegum Evrópusambandsins. Norræna ráðherranefndin á einnig aðild að samstarfsverkefnum sem Barentsráðið og Byggðasamband Barentssvæðisins hafa komið af stað.

Norræna ráðherranefndin rekur samstarfsskrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Margar stofnanir eru reknar á vegum opinbers samstarfs Norðurlanda. Eistland, Lettland og Litháen hafa frá 2006 verið meðeigendur í einni af þessum stofnunum, það er að segja Norræna fjárfestingarbankanum.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: