Document Actions

Yfirlit yfir samninga á norden.org

Upplýsingarnar á þessum síðum eru ætlaðar almenningi, stjórnmálafólki, stefnumótandi aðilum, embættisfólki, fjölmiðlafólki og öðrum sem áhuga hafa á norrænum samningum og samþykktum.

Ljósmyndari
Foto: Magnus Fröderberg/norden.org

Á síðunum eru samningar sem norrænu löndin hafa gert sín á milli. Margir þessara samninga hafa verið gerðir á vettvangi fagráðherranefnda Norrænu ráðherranefndarinnar.

Einnig eru hér upplýsingar um annars konar samþykktir, til dæmis yfirlýsingar sem leggja línurnar fyrir framtíðarsýn norræns samstarfs. Yfirleitt er um fjölþjóðlega samninga að ræða.

Á síðunum eru einnig samningar, eða krækjur á samninga á öðrum vefsvæðum, sem hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um umgjörð norræns samstarfs. Þar á meðal eru sáttmálar EB/ESB, EES-samningurinn og Schengen-samkomulagið.

Enn fremur eru hér krækjur á umsjónaraðila norrænu landanna með alþjóðasamningarétti, svo að áhugasamir lesendur geti öðlast dýpri skilning á þýðingu alþjóðalaga fyrir löndin og fyrir norrænt samstarf.

Samningar á norden.org eru birtir í upplýsingaskyni

Samningar sem birtir eru á vefsíðunni norden.org eru eingöngu birtir þar í upplýsingaskyni.

Upplýsingarnar eru ætlaðar almenningi, stjórnmálafólki, stefnumótandi aðilum, embættisfólki, fjölmiðlafólki og öðrum sem áhuga hafa á norrænum samningum og samþykktum.

Oftast er um að ræða samninga sem nefndir eru sáttmálar, auk annarra samninga og samþykkta, en einnig eru þar yfirlýsingar og skjöl sem leggja grunninn að áframhaldandi norrænu samstarfi og vísa veginn áfram.

Nánari upplýsingar um þá samninga sem löndin eiga aðild að eru á vefsíðum utanríkisráðuneyta Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar .

Gagnasafn Sameinuðu þjóðanna, United Nations Treaty Collections, er einnig gagnleg skrá um alþjóðlega samninga, meðal annars norræna samninga.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: