Document Actions

Krækjur til stofnana og samstarfsstofana

NordForsk
NordForsk er norræn stofnun sem hefur umsjón með samstarfi um rannsóknir og rannsóknamenntun á Norðurlöndunum.
Nordisk Innovation
Nordisk Innovation setur á laggirnar og fjármagnar verkefni sem efla nýsköpun, stofnunin vinnur fyrst og fremst með litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlöndunum. Markmiðið er að auðvelda þróun og rekstur fyrirtækja þvert á norræn landamæri.
Nordjobb
Markmiðið með Nordjobb er að auka þekkingu á Norðurlöndunum og auka þekkingu á tungumálum og menningu á Norðurlöndunum með því að bjóða ungu fólki á aldrinum 18 til 28 ára sumarstörf í öðru norrænu landi en heimalandinu eða á einu sjálfstjórnarsvæðanna.
Nordregio
Stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði landnotkunar og gegnir með rannsókna-, menntunar- og verkefnastarfi sínu mikilvægu hlutverki í þróun framkvæmdagetu og pólitískra verkfæra.
Norðurlandahúsið í Færeyjum (FO)
Stofnunin er menningarmiðstöð í Færeyjum sem stuðlar að nánu samstarfi menningarlífs annars vegar í Færeyjum og hins vegar annars staðar á Norðurlöndum.
Norræn nefnd um landbúnaðar- og matvælarannsóknir (NKJ)
NKJ er samstarfsvettvangur rannsóknaráða Norðurlanda og ráðuneyta landbúnaðarmála þar með talið hráefna- og matvælaframleiðslu.
Norræn samstarfsnet
„Norræn samstarfsnet“ er vefgátt Norðurlanda fyrir samstarfsnet. Þar er hægt að skrá sig, fá yfirlit yfir norræna aðila og finna nýja samstarfsaðila.
Norræn stofnun um fræðilega eðlisfræði
NORDITA er norræn stofnun um fræðilega eðlisfræði. Á vegum stofnunarinnar eru stundaðar rannsóknir sem efla eiga norrænt samstarf á sviði fræðilegrar eðlisfræði.
Norræn stofnun um siglingalöggjöf
Akademískir starfsmenn stofnunarinnar vinna að fjölda verkefna sem tengjast einka- og opinberri löggjöf, með sérstöku tilliti til siglinga og flutningalöggjafar, tryggingalaga, og olíu og orkulöggjafar.
Norræn upplýsingamiðstöð fyrir fjölmiðla- og samskiptarannsóknir (NORDICOM)
verkefni NORDICOM felast í því að miðla upplýsingum um fjölmiðla- og samskiptarannsóknir og um fjölmiðlaþróun á Norðurlöndunum.
Norræna Atlantshafs samstarfið (NORA)
Tengslin við Norðurlönd og verkefnisstýrt vinnulag gerir NORA að tilvöldum vettvangi fyrir alþjóðlegt samstarf, sem byggir á norrænum gildum og markmiðum.
Norræna blaðamannamiðstöðin
Norræna blaðamannamiðstöðin vinnur að því að skapa og viðhalda áhuga í fjölmiðlum á norrænni samkennd og sameiginlegri menningu. Til að ná markmiðinu eru haldin námskeið, námstefnur og aðrir viðburðir sem miða að færniuppbyggingu.
Norræna eldfjallastöðin (NORDVULK)
Markmið stofnunarinnar er að stunda eldfjallarannsóknir með megináherslu á eldvirkni og jarðhreyfingar og tengd svæði.
Norræna erfðaauðlindastofnunin (NordGen)
NordGen - Norræna erfðaauðlindastofnunin, er norræn stofnun sem sér um varðveislu og sjálfbæra nýtingu plantna, húsdýra og skóga.
Norræna hagskýrslunefndin á sviði félags- og tryggingamála (NOSOSKO)
NOSOSKO hefur umsjón með samræmingu á hagtölum á sviði félags- og tryggingamála í norrænu ríkjunum. Auk þess vinnur nefndin samanburðargreiningar og skilgreiningar á umfangi og innihaldi félagslegra aðgerða.
Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO)
NOMESKO er nefnd um hagtölur um heilbrigðismál sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og er fjármögnuð af Norrænu hagstjórnarnefndinni. Nefndin ber meðal annars ábyrgð á því að samræma hagtölur um heilbrigðismál á Norðurlöndunum.
Norræna húsið í Reykjavík (NOREY)
Markmið Norræna hússins í Reykjavík (NOREY) er að auka norrænt samstarf og efla norræna samkennd. Stofnuninni er ætlað að vera norræn menningar- og þekkingarmiðstöð og skapandi fundarstaður, og tengiliður milli Íslands og annarra norrænna ríkja.
Norræna menningargáttin (KKN)
Norræna menningargáttin er eitt af mikilvægustu verkfærum Norrænu ráðherranefndarinnar við að hrinda í framkvæmd pólitískum áherslum í norrænu menningarsamstarfi á árunum 2013-2020. Norræna menningargáttin er mikilvægur norrænn vettvangur sem miðar að því að efla sýnileika tungumála og menningar Norðurlanda í Finnlandi og öðrum hlutum Norðurlanda. Norræna menningargáttin stuðlar að áframhaldandi endurnýjun innbyrðis menningarsamstarfs Norðurlanda og samstarfsins við Eystrasaltsríkin með hjálp styrkjaáætlana. Stofnunin vekur athygli á og þróar frásögnina um norrænt menningarsamstarf, hvort tveggja á Norðurlöndum og á alþjóðavettvangi.
Norræna Samastofnunin (NSI)
Sámi allaskuvla / Sámi University College er samísk mennta- og rannsóknastofnun, sem stendur vörð um og þróar samísk tungumál, menningu og samfélagslíf út frá samískum sjónarmiðum.