Document Actions

Fróðleiksmolar um Noreg

Olía og fjöll er það sem margir tengja við Noreg. Ægifögur og stórbrotin náttúra teygir sig frá ströndum og klettum í suðri yfir víðáttumikið miðhálendið í miðnætursólina á Norðurkollu.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Í Noregi er mikið fjallendi, stórir skógar og heiðarlönd og þess vegna eru einungis rúmlega þrjú prósent landsins ræktanleg. Íbúar Noregs eru 5,2 milljónir, þar af býr 1,2 milljón í og við höfuðborgina Ósló.

Í Noregi er þingbundin konungsstjórn. Haraldur 5. Noregskonungur hefur engin raunveruleg pólitísk völd og Stórþingið fer með æðsta valdið. Noregur á ekki aðild að ESB en er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Noregur á aðild að NATO.

Helstu tekjulindir Norðmanna eru vinnsla og útflutningur á olíu og jarðgasi sem dælt er upp af hafsbotni. Málmiðnaður, skipaútgerð og ferðaþjónusta eru einnig mikilvægir atvinnuvegir fyrir efnahag landsins.

Verg þjóðarframleiðsla nemur 49.200 evrum á hvern íbúa (2013).

Heildarflatarmál1 323.781 km2
Stöðuvötn og fallvötn 18.351 km2

Þurrlendi

305.420 km2

Ræktanlegt land og garðar

8.103 km2
Skóglendi 125.301 km2
Stærsta stöðuvatn Mjøsa 365 km2
Hæsti tindur Galdhøpiggen 2.469 m
Strandlengja meginlandsins 28.953 km
Landamæri 2.562 km (landamæri að Svíþjóð: 1.630 km, að Finnlandi: 736 km, að Rússlandi: 196)
Snæhetta og jöklar 2.790 km2
Meðalhitastig í Ósló (1961–1990) janúar -4,3° C
júlí 16,4° C
Mannfjöldi 2016

5.258.317 íbúar

Mannfjöldi 2016

1.281 íbúar í Ósló (sveitarfélaginu)2

Þjóðhátíðardagur 17. maí (Stjórnarskrárdagurinn 17. maí 1814)
Stjórnarfar Þingbundið konungsríki
Þing Stórþingið (169 fulltrúar)
Aðild að ESB Nei
Aðild að EES Frá 1. janúar 1994
Þjóðhöfðingi Haraldur 5. konungur
Forsætisráðherra (frá september 2013) Erna Solberg (Hægriflokknum)
Gjaldmiðill Norskar krónur (NOK)
Opinber vefur www.norge.no
Opinbert tungumál Norska

1) Fyrir utan Svalbarða og Jan Mayen

2) Sveitarfélagið Ósló + Akershusfylki

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: