Document Actions

Staðreyndir um Noreg

Olía og fjöll eru fyrir marga samheiti fyrir Noreg. Ægifögur náttúra teygir sig frá strandsvæðum í suðri í gegnum stór fjallasvæði í Mið-Noregi í miðnætursólina á Norðurkollu.

Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org

Í Noregi eru stór fjall-, skóg- og hálendissvæði en þess vegna eru einungis rúmlega þrjú prósent landsins er ræktanlegt. Í Noregi búa u.þ.b. 4,7 milljónir manns, þar af rúmlega ein milljón í og umhverfis höfuðborgina Ósló.

Noregur er stjórnarskrárlegt konungsríki. Haraldur V Noregskonungur hefur ekki raunveruleg pólitísk völd, og Stórþingið er æðsta vald landsins. Noregur á ekki aðild að ESB, en tekur þátt í evrópska efnahagssamstarfinu í gegnum EES-samninginn. Noregur er aðili að varnarsamstarfi NATO.

Stærsta tekjulind Norðmanna er vinnsla og útflutningur á olíu og náttúrugasi sem dælt er upp af hafsbotni. En málmiðnaður, skipaútgerð og ferðaþjónusta eru einnig mikilvæg fyrir efnahag landsins.

Þjóðarframleiðsla er 43.900 evrur á hvern íbúa (2006)

Flatarmál1 323,787 km2
Stöðuvötn og fallvötn 18,312 km2

Þurrlendi

305,470 km2

Ræktaðir akrar, grænmetis- og ávaxtaekrur

8,155 km2
Skóglendi 123,840 km2
Stærsta stöðuvatn Mjøsa 365 km2
Hæsti tindur Galdhøpiggen 2.469 m
Strandlína, meginland 28,953 km
Landamæri 2.562 km (landamæri að Svíþjóð:  1,630 km, að Finnlandi: 736 km að Rússlandi: 196)
Jöklar 3,133 km2
Íbúafjöldi þann 1. janúar 2014 5 109 056 íbúar.
Fjöldi íbúa á ferkílómeter1 01.01.2014 16.9 íbúar/km2
Íbúafjöldi í höfuðborginni þann 1. janúar 2014

1 210 220 íbúar. (Sveitarfélagið Ósló)2

Þjóðhátíðardagur 17. 17. maí (Stjórnarskrárdagurinn 17. maí 1814)
Stjórnarfar Konungsríki
Þing Stortinget (169 fulltrúar)
Aðild að ESB Nei
Aðild að EES Frá 1. janúar 1994
Þjóðhöfðingi ( í september 2013) Haraldur V konungur
Leiðtogi ríkisstjórnar (í september 2013 Forsætisráðherra, Erna Solberg (Hægriflokknum)
Gjaldmiðill: Norsk króna (NOK)
Opinber heimasíða www.norge.no
Opinbert tungmál Norska

1) Fyrir utan Svalbarða og Jan Mayen

2) Sveitarfélagið Ósló og Akerhus-sýsla.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: