Document Actions

Upplýsingar um Færeyjar

Sjávarútvegur og óvægin náttúra einkenna Færeyjar, sem eru eyjaklasi í Norður-Atlantshafi.

Ljósmyndari
Erik Christensen, Porkeri

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndum. Þær eru 18 stórar og litlar eyjar sem tengjast með jarðgöngum og ferjum. Landslagið er hrikalegt og skiptast á þverhníptir klettar, grasivaxnar hæðir og dálítið af skóglendi.

Eyjarnar eru um 1.400 km2 að flatarmáli og eru minnstar sjálfstjórnarsvæðanna á Norðurlöndum. Alls búa 48.704 manns á eyjunum og rúmlega 20.000 þeirra búa í höfuðstaðnum Þórshöfn.

Færeyjar tilheyra formlega konungsríkinu Danmörku en hafa sjálfstjórn í miklum mæli. Lögþingið (Lagtinget) er æðsta stjórnvald Færeyja. Landið á ekki aðild að ESB en hefur gert fiskveiði- og verslunarsamninga við sambandið.

Fiskveiðar eru mikilvægasta atvinnugreinin í Færeyjum en þar á eftir koma ferðaþjónusta og ullarframleiðsla. Rúmlega 97 prósent útflutnings eru fiskafurðir.

Flatarmál 1.396 km2
Hæsti tindur Slættartindur 882 m
Strandlengja 1.289 km
Landamæri 0 km

Stöðuvötn og ár

9 km2

Meðalhitastig í Þórshöfn (1961–1990)

janúar 3,4° C
júlí 10,3° C

Meðalúrkoma í Þórshöfn (2006) 1.294 mm
Mannfjöldi 1. janúar 2016. 50.030  íbúar

Fjöldi höfuðborgarbúa 2016

20.521 íbúar í Þórshöfn (sveitarfélaginu)1
Þjóðhátíðardagur 29. júlí (Ólafsvaka)
Stjórnarfar Heimastjórn – hluti af konungsríkinu Danmörku
Þing Lögþingið (33 fulltrúar)
Aðild að Evrópusambandinu Nei
Aðild að Atlantshafsbandalaginu Frá 1949 (vegna aðildar Danmerkur)
Þjóðhöfðingi Margrét Þórhildur II Danadrottning
Höfuð ríkisstjórnar (frá september 2015) Aksel Vilhelmson Johannesen
Gjaldmiðill Danskar krónur (DKK)
Opinbert vefsvæði www.hagstova.fo
Opinbert tungumál Færeyska

1Sveitarfélagið Þórshöfn samanstendur af sex mismunandi þéttbýlissvæðum sem eru landfræðilega aðgreind frá Þórshöfn og teljast þess vegna ekki vera hluti bæjarins.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: