Document Actions

Saga Norðurlanda

Saga Norðurlanda frá víkingaöld til nútímans.
Norðurlönd - evrópskt svæði frá víkingatímanum þar til í dag
Með kristnitökunni á elleftu öld urðu Norðurlönd hluti af Evrópu og konungsríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð sem náðu til þess svæðis sem nefnist Skandínavía í dag urðu til.
Miðaldir: þrjú ríki og ríkjasamband (u.þ.b. 1050-1500)
Með versluninni urðu Norðurlönd í auknum mæli hluti af Evrópu og samfélagið líktist því sem gerðist á meginlandi Evrópu. Á síðmiðöldum sameinuðust öll Norðurlöndin pólitiskt í Kalmarsambandinu.
Nýöld: tvö norræn ríki (u.þ.b. 1500-1800)
Kalmarsambandið leið undir lok og nýju ríkin tvö, Danmörk-Noregur og Svíþjóð tókust á, í stöðugum stríðsrekstri með það að markmiði að verða Norrænt stórveldi. En þegar upp var staðið urðu bæði ríkin að sætta sig við hlutverk evrópskra smáríkja.
Iðnvæðing, lýðræði og þjóðernishyggja u.þ.b. 1810-1920
Fólksfjölgun og iðnvæðing breytti Evrópu og Norðurlöndum á nítjándu öld. Nýir samfélagshópar beindu pólitíska kerfinu í átt að lýðræði. Stórpólitík og þjóðernishyggja lögðu grunninn að sjálfstæði Noregs, Finnlands og Íslands.
Fimm velferðarríki í hnattvæddum heimi (frá um 1920 til dagsins í dag)
Velferð á ábyrgð ríkisins var leiðarljós stjórnmálamanna Norðurlöndum á tuttugustu öldinni þegar löndin voru orðin mjög iðnvædd. Í heimsstyrjöldinni síðari og kalda stríðinu tókust smáríkin fimm á við erfiðar pólitískar jafnvægisæfingar en hafa haldið sjálfstæði sínu og þróað friðsamleg lýðræðisþjóðfélög. Nú á tímum standa þau andspænis nýjum úrlausnarefnum á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar.
Bækur um sögu Norðurlanda
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um sögu Norðurlanda. Á þessari síðu eru valdar bækur um Norðurlönd og sögu Norðurlanda.

Tengiliður

Marita Hoydal
Sími: 0045 29692915
Netfang: