Frá draumi til veruleika

Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Information

Udgivelsesdato
Beskrivelse
Norræna ráðherranefndin hefur unnið í mörgum áföngum að eflingu menningar og menntunar frumkvöðla á Norðurlöndum. Hnattvæðing, tækniþróun, hraðar breytingar og lýðfræðilegar breytingar skapa áskoranir fyrir bæði norræna velferðarlíkanið og einstaklinga. Af þeim sökum hefur í tímans rás komið fram þörf fyrir að menntakerfið geti undirbúið nemendur fyrir líf þar sem þeir geta verið virkir þátttakendur í mótun framtíðar. Verðlaunuð skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um frumkvöðlamennt á Norðurlöndum − “Entrepreneurship Education in the Nordic countries” − og skýrsla ESB um frumkvöðlamennt − “Final Report of the Thematic Working Group on Entrepreneurship Education” − nefna þörfina á að þróa hæfniramma sem getur byggt brú milli stefnu, stjórnunar, starfsvenja og náms.
Publikationsnummer
2016:713