49. Oddný G. Harðardóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Presentation
Speech number
49
Speaker role
Den socialdemokratiska gruppen
Date

Herra forseti. Kæru vinir. Íslenskur rithöfundur, Andri Snær Magnason, hefur nýverið gefið út bók um tímann og vatnið, um loftslagsmálin, þetta stærsta viðfangsefni jarðarbúa. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna árlega af koltvísýringi. Andri Snær dregur upp mynd af þessu í bók sinni og líkir losun okkar jarðarbúa við að 600 Eyjafjallajöklar gjósi dag og nótt allan ársins hring. Breytingarnar á næstu árum munu snerta líf okkar allra og allt líf á jörðinni. Almenningur er tilbúinn til að leggja ýmislegt á sig fyrir komandi kynslóðir en stjórnvöld þurfa að vísa veginn með raunhæfum og mælanlegum verkefnum, og verkefnin þurfa að vera krefjandi en um leið viðráðanleg. Hvernig líst danska forsætisráðherranum á þá hugmynd að þeir sem nota bensín- eða dísilbíla daglega skilji bílinn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020? Geri svo enn betur árin þar á eftir. Ef allir tækju sig saman um þetta næst árangur í lofslagsmálum. Væri danski forsætisráðherrann tilbúinn til að leiða slíkt verkefni á Norðurlöndum og láta reyna á norrænan samtakamátt og vera um leið fyrirmynd annarra þjóða?

 

Skandinavisk oversættelse:

Hr. præsident. Kære venner. Den islandske forfatter Andri Snær Magnason udgav for nyligt en bog om tiden og vandet, om klimaet, jordboernes største udfordring. Menneskeheden udleder ca. 35 milliarder tons CO2 om året. Andri Snær visualiserer dette i sin bog ved at sammenligne menneskernes udslip med, at 600 Eyjafjallajökull gletsjere er i konstant udbrud døgnet rundt i et helt år. Ændringerne i de kommende år vil berøre os allesammen og alt liv på jorden. Befolkningen er parat til at gøre en væsentlig indsats for de kommende generationer, men regeringerne må vise vejen med konkrete og målbare indsatser, hvor opgaverne bør være krævende, men samtidigt overkommelige. Hvad synes den danske statsminister om den idé, at de som kører benzin- eller dieseldrevne biler til daglig, lader bilen stå hver tiende dag i 2020? Og øger med en ekstradag hvert af de efterfølgende år. Hvis alle bidrog, ville vi opnå resultater på klimaområdet. Er den danske statsminister parat til at stå i spidsen for sådan et projekt i Norden og lade den nordiske samlingskraft bestå sin prøve samtidigt med, at vi bliver et forbillede for andre lande?