102. Oddný G. Harðardóttir (Presentation)

Information

Speech type
Presentation
Speech number
102
Speaker role
Midtergruppen
Date

Herra forseti. Stjórnmálamenn tala oft um mikilvægi norræns samstarfs en hvernig sýna þeir í verki skilning á mikilvægi samstarfsins? Hvernig ræktum við það og treystum þannig að það dugi okkur þegar á reynir? Næstum allir íbúar Norðurlanda eru hlynntir norrænu samstarfi og meiri hlutinn vill aukið norrænt samstarf. Samt er það staðreynd að alveg frá árinu 1995 hafa framlög landanna til samstarfsins dregist saman miðað við landsframleiðslu landanna ár frá ári. Menningarmálin og menntamálin taka til sín stærsta hluta fjármunanna sem áætluð eru í norrænt samstarf og það er ekki að ástæðulausu. Í gegnum menningu og menntun eru sterkustu tengslin við grasrótina við íbúa Norðurlandanna. Í gegnum það starf myndast sterk tengsl á milli íbúa landanna og er það ein undirstaða vináttu og trausts sem árangursríkasta samstarf okkar byggist á. Þetta á einnig við um samstarfið í norrænu húsunum. Loftslagsmálin eru sannarlega aðkallandi, það er óumdeilt, og það er mikilvægt að stofna til samstarfsverkefna á því sviði en fjármuni til þeirra verka má ekki taka af mennta- og menningarstarfinu. Með þeirri stefnu norrænu ráðherranefndarinnar er verið að grafa undan traustustu stoð norræns samstarfs. Ef við göngum út frá því sem sjálfsögðum hlut að geta notið þeirra gæða sem felast í samvinnunni við norrænu þjóðirnar án þess að rækta samstarfið og hlúa að því mun það að lokum veikjast og skipta minna máli. Það væri mikill skaði fyrir íbúa Norðurlanda. Forysta okkar í Norðurlandaráði náði góðum árangri í viðræðum um fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 en við þurfum að halda áfram því að annars fer áætlaður niðurskurður fram árið 2023 og næstu árin þar á eftir. Nýjum verkefnum verða að fylgja aukin fjárframlög og samráð á milli ráðherra og þingmanna varðandi fjárhagsáætlun þarf að vera mun þéttara.

 

Skandinavisk översättning

Hr. præsident. Politikere taler ofte om vigtigheden af ​​nordisk samarbejde, men hvordan viser de samarbejdets vægt i handling? Hvordan kan det næres og styrkes, så det fungerer, når der er brug for det? Næsten alle nordboere går ind for nordisk samarbejde, og flertallet ønsker øget nordisk samarbejde. Det er dog et faktum, at siden 1995 er landenes bidrag til samarbejdet reduceret i forhold til landenes BNP år for år. Kultur og uddannelse står for den største del af det nordiske budget, og det er der god grund til. For det er gennem kultur og uddannelse, at vi finder de stærkeste bånd mellem græsrødderne og indbyggerne i de nordiske lande. Det er gennem dette arbejde, at der dannes stærke bånd mellem befolkningerne i landene, der er en af grundpillerne for det venskab og den tillid, som vores mest frugtbare samarbejde hviler på. Dette gælder også samarbejdet i de nordiske huse.  Klimaområdet er så sandelig akut, det er der ingen tvivl om, og det er vigtigt at igangsætte samarbejdsprojekter på dette område, men midlerne til disse projekter må ikke tages fra uddannelses- og kultursamarbejdet. Med denne drejning underminerer Nordisk Ministerråd den mest solide grundpille i det nordiske samarbejde. Hvis vi tager det for givet, at vi kan nyde de fordele, der følger med de nordiske landes samarbejde, uden at vi giver samarbejdet næring og værner om det, så vil det ende med at svækkes og spille en mindre rolle.  Det ville være et stort tab for befolkningen i de nordiske lande. Præsidentskabet i Nordisk Råd opnåede gode resultater i budgetforhandlingerne for 2022, men vi bør fortsætte, for ellers vil de planlagte nedskæringer finde sted i 2023 og de efterfølgende år. Nye projekter må ledsages af øgede bevillinger, og samrådet mellem ministre og parlamentarikere om budgettet må blive meget tættere, end det er nu.