Höskuldur Þórhallsson (Indlæg)
Tietoja
Kæru vinir. Við erum komin að lokum 67. þings Norðurlandaráðs hér í Hörpu. Að baki eru góðir fundardagar þar sem margt hefur borið á góma. Ég vil byrja á því að óska Henrik Dam Kristensen og Mikkel Dencker innilega til hamingju með kosninguna. Ég þakka þingmönnum og öllum fyrir þátttöku í líflegum umræðum á þinginu. Enn fremur færi ég öllum þeim ráðherrum sem sóttu þingið þakkir fyrir sína þátttöku. Þá vil ég þakka öllum þeim sem áttu þátt í að skapa trygga umgjörð þessa þings hér í Hörpu frábært starf, starfsmönnum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og starfsmönnum Alþingis og Hörpu sem hafa unnið hörðum höndum við undirbúning síðustu vikur og mánuði. Síðast en ekki síst færi ég túlkunum bestu þakkir fyrir að gera að verkum að þið sem eruð frá öðrum Norðurlöndum skiljið mál mitt hér í dag. Ég lýsi því yfir að 67. þingi Norðurlandaráðs er hér með lokið og óska öllum góðrar og öruggrar heimferðar.
Skandinavisk oversættelse
Kære venner. Nu er vi nået frem til afslutningen af Nordisk Råds 67. session her i Harpa. Vi kan se tilbage på gode sessionsdage, hvor mange ting er blevet drøftet. Jeg vil begynde med at ønske Henrik Dam Kristensen og Mikkel Dencker hjerteligt til lykke med valget. Jeg vil takke parlamentarikerne og alle andre for deres bidrag til en livlig debat på sessionen. Endvidere vil jeg takke alle ministre, der besøgte sessionen, for deres medvirken. Jeg vil også takke alle, der var med til at skabe trygge rammer for sessionen her i Harpa, for deres fremragende indsats, de ansatte hos Nordisk Råd og Nordisk Ministerråd, de ansatte hos Altinget og Harpa, som har arbejdet hårdt i uger og måneder på forberedelserne. Sidst og ikke mindst vil jeg takke tolkene for at gøre det muligt for jer, der kommer fra de øvrige nordiske lande, at forstå mit sprog her i dag. Hermed erklærer jeg Nordisk Råds 67. session for afsluttet og ønsker jer allesammen en god og tryg rejse hjem.