261. Lilja Dögg Alfreðsdóttir (Hovedindlæg)

Tietoja

Speech type
Varsinainen puheenvuoro
Speech number
261
Speaker role
Islands kulturminister
Date

Herra forseti og norrænir félagar. Norðurlandaráð samþykkti á sumarmánuðum 2018 tilmæli byggð á tillögu norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar um að unnin yrði skýrsla um menningarsamstarfið. Norræna ráðherranefndin samþykkti tilmælin fyrir sitt leyti og vil ég nota tækifærið til að þakka Norðurlandaráði fyrir þann áhuga sem það hefur sýnt á norrænu menningarsamstarfi innan vébanda norrænu ráðherranefndarinnar.

Nefndin tilgreindi nokkrar áhugaverðar og gagnlegar spurningar sem greinargerðin skyldi veita svör við. Við höfum leitast við að svara spurningunum og vonum að það hafi tekist í  þeirri skýrslu sem hér liggur fyrir. Í skýrslunni var valin sú leið að fjalla nánar um gildistíma, stefnu norrænu ráðherranefndarinnar í menningarsamstarfi 2013–2020. Þær aðgerðir og áherslur í menningarmálum sem við höfum staðið fyrir í áraraðir hafa haft og hafa enn mjög mikla þýðingu fyrir Norðurlöndin og víðar. Mig langar að nefna nokkur atriði, til að mynda tilraunaverkefnið Volt, menningar- og tungumálaáætlun fyrir börn og ungmenni en það er mikilvægt forgangsverkefni í menningarmálum sem hefur gert ungu fólk kleift að hittast og styrkt verkefni sem höfða til breiðs hóps á Norðurlöndum, sem eru að sjálfsögðu börn og ungmenni.

Verkefnin Menningarlíf fyrir alla á Norðurlöndum og Heimsbókasafnið hafa tekist á við áskoranir á Norðurlöndum og fundið leiðir til að auka hlutdeild innflytjenda í menningu og listum. Meðal annars bjóða bókasöfn upp á efni á öðrum tungumálum en Evrópumálum. Verkefnin ICE HOT og NOMEX starfa áfram þrátt fyrir að fjármögnun ráðherranefndarinnar um menningarmál sé lokið. Þau eru nú orðin að alþjóðlegum samstarfsnetum sem standa að menningarútflutningi.

Við norrænu menningarmálaráðherrarnir höfum um áraraðir sent frá okkur yfirlýsingar um mál sem eru ofarlega á baugi, yfirlýsingar sem hafa nýst vel í starfi norræna UNESCO-hópsins. Menningarstofnanirnar fimm, Norræna húsið í Reykjavík, Norðurlandahúsið  í Færeyjum, Norræna stofnunin á Grænlandi, Norræna stofnunin á  Álandseyjum og Norræna menningargáttin í Helsinki eru mikilvægir og miðlægir aðilar í norrænu menningarsamstarfi. Á gildistíma menningarstefnunnar hefur starfsemi þessara stofnana nálgast þau fimm markmið sem tilgreind eru í menningarstefnunni: sjálfbær Norðurlönd, skapandi Norðurlönd, þvermenningarleg Norðurlönd, ung Norðurlönd og stafræn Norðurlönd. Öllum þessum stofnunum ber saman um að stefnan hafi nýst þeim vel. Hún hefur verið vegvísir í starfinu og gert það hnitmiðaðra, auk þess sem markmiðin fimm hafa sett svip sinn á alla starfsemi stofnananna.

Fjölmiðlar eru hluti af menningarsamstarfi á vegum ráðherranefndarinnar um menningarmál. Mikil áhersla er lögð  á málefni fjölmiðla, þar á meðal kvikmyndir og sjónvarp. Til merkis um það eru styrkir veittir í Nordcom, norræna kvikmynda og sjónvarpssjóðnum, norrænu blaðamannamiðstöðinni og FilmContactNord. Einig má nefna fjölda verkefna og aðgerða sem fjalla á ýmsan hátt um brýn verkefni sem eru í brennidepli, svo sem tjáningarfrelsi, fjölmiðlalæsi og vandaða blaðamennsku.

Nú er gildistími stefnu norrænu ráðherranefndarinnar í menningarsamstarfi senn á enda. Unnið er að undirbúningi að nýrri samstarfsáætlun til fjögurra ára. Hún er væntanleg á haustdögum 2020. Samtímis vinnum við með nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf en hún er sú að Norðurlöndin eigi að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi. Vinnan að nýrri samstarfsáætlun byggist á þeirri framtíðarsýn og stefnumarkandi áherslum hennar en þær eru: græn Norðurlönd, samkeppnisfær Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

Skandinavisk oversættelse:

Herr president, nordiska vänner. Sommaren 2018 antog Nordiska rådet en rekommendation på förslag av Utskottet för kunskap och kultur i Norden gällande en kulturpolitisk redogörelse. Nordiska ministerrådet antog rekommendationen för sin del och jag vill vid detta tillfälle tacka för intresset som Nordiska rådet har visat det nordiska kultursamarbetet inom ramen för Nordiska ministerrådet.

Utskottet har identifierat ett antal intressanta och relevanta frågeställningar som grund för redogörelsen. Dessa frågor har vi försökt svara på och vi hoppas att vi har lyckats med det i den redogörelse som nu föreligger. Man har i redogörelsen valt att titta närmare på de år som Strategin för det nordiska kultursamarbetet 2013–2020 har varit i kraft. De kulturpolitiska satsningar och prioriteringar som vi har arbetat med under många år har haft och fortsätter att ha stor betydelse i och utanför Norden. Jag skulle vilja nämna några av dessa, t.ex. pilotprogrammet Volt, ett kultur- och språkprogram för barn och unga som är en viktig kulturpolitisk prioritering och har gjort det möjligt för unga att träffas fysiskt och gett stöd till projekt som är relevanta för en bred befolkning i Norden, det vill säga, förstås, barn och unga.

Projekt som Inkluderande kulturliv i Norden och Världens bibliotek har jobbat med nordiska utmaningar och hittat lösningar för inkludering av nya nordbor genom konsten och kulturen. Detta sker bland annat genom att bibliotek erbjuder material på icke-europeiska språk. Projekt som Ice Hot och Nomex lever vidare trots att de inte längre finansieras av ministerrådet för kultur. De har nu blivit till världsomfattande nätverk och kulturexportörer.

Jag och de andra nordiska kulturministrarna har under årens lopp gett ett antal uttalanden om dagsaktuella saker och dessa har varit till stor nytta för arbetet inom den nordiska Unesco-gruppen. De fem nordiska kulturinstitutionerna – Nordens hus i Reykjavik, Nordens hus på Färöarna, Nordens institut på Grönland, Nordens institut på Åland och Nordisk kulturkontakt i Helsingfors – är viktiga och centrala aktörer inom det nordiska kultursamarbetet. Under den tid som kulturstrategin har varit i kraft har dessa institutioners verksamhet kopplats tätare samman med strategins fem mål: det hållbara Norden, det kreativa Norden, det interkulturella Norden, det unga Norden och det digitala Norden. Samtliga fem institutioner upplever att de har haft nytta av strategin. Den har skapat