329. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Tietoja

Speech type
Puheenvuoro
Speech number
329
Speaker role
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Date

Forseti. Við í norrænum vinstri grænum styðjum þessa tillögu flokkahóps jafnaðarmanna. Við teljum hana mjög mikilvæga. Það er gríðarlega mikilvægt að svona rannsókn fari fram því að, eins og kemur fram í tillögunni og hjá tillöguflytjanda, vitum við ekki nægilega mikið um örplast í líkamanum. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á að það þarf vissulega að fara í þessar rannsóknir en það má ekki bíða eftir niðurstöðum slíkra rannsókna til að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar. Það er algjörlega á hreinu að við þurfum að vinna gegn plastmengun, hvort sem er almennt eða í því hvernig örplast berst í líkama bæði dýra og manna. Það er mjög mikilvægt að rannsaka það og þess vegna styðjum við tillöguna. Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að gripið sé til allra þeirra aðgerða sem hægt er að grípa til til að draga úr plastmengun. Þar hefur Norðurlandaráð og Norðurlöndin að mörgu leyti staðið sig vel og við höfum lagt fram margar og góðar tillögur þar um sem við styðjum að sjálfsögðu. En rannsóknir eru gríðarlega mikilvægar og þess vegna styðjum við þessa tillögu og þykjumst vita að flokkahópur jafnaðarmanna er sammála okkur um það að á sama tíma þarf að grípa til allra aðgerða til að draga úr plastmengun. Tillagan er góð og við höfum þá fastara land undir fótum þegar kemur að þessum málum.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Vi i Nordisk grön vänster ställer oss bakom detta förslag från den Socialdemokratiska gruppen. Vi anser att det är mycket viktigt. Det är ytterst viktigt att genomföra en studie av den här typen med tanke på att, som det framgår av förslaget och huvudinlägget, vi inte vet tillräckligt mycket om mikroplast i kroppen. Å andra sidan vill vi starkt understryka att samtidigt som studierna måste genomföras får det inte bli så att man väntar på resultatet av sådana studier för att besluta om nödvändiga åtgärder. Det råder inget tvivel om att vi måste bekämpa plastföroreningar, både i allmänhet och när det gäller hur mikroplast hittar vägen in i djurs och människors kroppar. Det är mycket viktigt att forska om detta och därför ställer vi oss bakom förslaget. Samtidigt är det mycket viktigt att vidta alla genomförbara åtgärder för att minska plastföroreningar. På det området har Nordiska rådet och de nordiska länderna i många avseenden gjort ett bra arbete, och vi har lagt fram många utmärkta förslag om detta som vi givetvis ställer oss bakom. Men det är mycket viktigt med forskning och därför ställer vi oss bakom detta förslag och tror oss veta att den Socialdemokratiska gruppen är av samma åsikt om att vi samtidigt måste vidta alla åtgärder för att minska plastföroreningar. Förslaget är bra och skapar en stadigare grund för oss att stå på i den här frågan.