Digital North – norræn-baltnesk ráðherraráðstefna um rafræna stjórnsýslu 25. apríl

07.04.17 | Fréttir
Invitasjon til konferansen Digital North
Frank Bakke-Jensen, ráðherra norrænnar samvinnu og Evrópumála og Jan Tore Sanner, ráðherra málefna sveitarfélaga og nútímavæðingar í Noregi eru gestgjafar Digital North, ráðherraráðstefnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um rafræna stjórnsýslu. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru í fararbroddi í Evrópu á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Á ráðstefnunni munu ráðherrarnir undirrita yfirlýsingu sem skuldbindur löndin til nánara samstarfs.

 

Rafræn stjórnsýsla er lykilþáttur í þróun samkeppnisfærni í Evrópu. Þemað skipar mikilvægan sess nú þegar Norðmenn gegna formennsku í norrænu ríkisstjórnasamstarfi, en aðaláhersla er lögð á Straumhvörf á Norðurlöndum, Norðurlönd í Evrópu og Norðurlönd og umheiminn.  

Norðurlönd og Eystrasaltsríkin eru framarlega í Evrópu á sviði rafrænnar stjórnsýslu samkvæmt Digital Economy and Society Index. Danir eru í fyrsta sæti, Norðmenn í öðru, Finnar í þriðja og Svíar í fjórða sæti. Á Digital North verður rætt um nánara pólitískt samstarf um rafræna stjórnsýslu á Norðurlöndum og í Evrópu. Meðal umræðuefna verða umskipti, rafræn þjónusta yfir landamæri, snjöll samfélög og deilihagkerfi.

Ráðstefnuna Digital North sækja ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem fara með stefnu í rafrænni þjónustu auk fulltrúa atvinnulífsins á svæðinu.

  • Digital North – ráðherraráðstefna Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um rafræna stjórnsýslu

Kommunal- og moderniseringsdepartementet í Noregi heldur ráðstefnuna í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu nýsköpunarmiðstöðina.

Ráðstefnan Digital North

Tímasetning og staðsetning: 
Ráðstefnan hefst 25. apríl kl. 9:00 á Quality Hotel Expo, Snarøyveien 20 á Fornebu í Noregi.
Stutt fjölmiðlakynning á yfirlýsingu ráðherranna kl. 14:15 í Villa Hareløkken – einnig á Fornebu.
Dagskránni verður streymt að hluta til á www.norden.org
Fylgist með ráðstefnunni á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #digitalnorth og #norden2017

Skráning: 
Fjöldi sæta er takmarkaður. Fólk er hvatt til að skrá sig hjá hek@kmd.dep.no

Sjáið ráðstefnuna: