Um Think Nordic!

Think Nordic - podcast series about Nordic Solutions

Think Nordic - podcast series about Nordic Solutions

Ljósmyndari
norden.org
Eru feður með lykilinn að sjálfbærni og hvernig getum við borðað okkur leið að grænni og heilnæmari framtíð? Þetta eru aðeins tvær af þeim næringarríku, skemmtilegu og ögrandi spurningum sem verður spurt og gerð tilraun til að svara í nýju hlaðvarpsröðinni „Think Nordic“. Þannig að ef þig langar að vita meira um Norðurlandabúa og erindi þeirra í umræðunni um ástand heimsins – þá skaltu hlusta, gerast áskrifandi eða hlaða niður nýju hlaðvarpsþáttaröðinni „Think Nordic“.

Listen on spotify

„Think Nordic“ er hlaðvarpsþáttaröð sem framleidd er af Norrænu ráðherranefndinni. Í þáttaröðinni verður skoðað hvernig reynsla þessara landa við að fást við málefni eins og jafnrétti kynja, næringu og umhverfislega sjálfbærni getur orðið öðrum heimshlutum hvatning. Hvað má læra af Norðurlandabúum og hvað geta þau lært af reynslu annarra heimshluta í baráttunni við áskoranirnar sem við blasa á 21. öldinni.

Þáttaröðin var tekin upp með áheyrendum á COP24, loftslagsráðstefnunni sem var haldin í Póllandi í desember. Kynnir þáttanna er Richard Miron fyrrverandi fréttamaður BBC og í þeim heyrast raddir og skoðanir leiðandi hugsuða, forystufólks og baráttufólks sem allt er að fást við stóru spurningarnar í samtímanum.

Þannig að ef þig langar að vita meira um Norðurlandabúa og erindi þeirra í umræðunni um ástand heimsins – þá skaltu hlusta, gerast áskrifandi eða hlaða niður nýju hlaðvarpsþáttaröðinni „Think Nordic“.