Vävjö-yfirlýsingin: Sjálfbærar fiskveiðar tryggja mat til framtíðar

25.06.08 | Yfirlýsing
Ráðherrar Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Álandseyja, sem fara með málefni fiskveiða, landbúnaðar, matvæla og skógræktar ræddu á fundi sínum þann 26. júní hvernig stýramegi fiskveiðum og koma til móts við kröfur neytenda um sjálfbærar fiskveiðar.

Upplýsingar

Ráðherrar Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Álandseyja, sem fara með málefni fiskveiða, landbúnaðar, matvæla og skógræktar ræddu á fundi sínum þann 26. júní hvernig stýramegi fiskveiðum og koma til móts við kröfur neytenda um sjálfbærar fiskveiðar.

Sjálfbærni í breytilegu loftslagi gerir kröfu um stjórnun fiskveiða geti aðlagað sig breyttum aðstæðum. Þar sem Norðurlöndin eru sérlega viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum er norrænt samstarf milli stjórnenda, atvinnulífs og neytenda um aðlögun stjórnkerfis mikilvægt.

Norræna ráðherranefndin

lýsir ánægju með áhuga neytenda og vitundarvakningu á sjálfbærri nýtingu fiskistofna okkar,

ítrekar að áhugi neytenda á merkingakerfi, sem stuðlar að því að viðhalda sjálfbærum veiðum, fari vaxandi

ítrekar mikilvægi þess að neytendur geti haft áhrif á eftirspurn eftir fiski með breyttum innkaupavenjum,

lýsir ánægju með staðbundið og svæðisbundið frumkvæði, sem norrænir fiskframleiðendur hafa tekið upp, hvað varðar vottun og merkingu fisks sem veiddur er með sjálfbærum aðferðum,

hvetur löndin og norræna fiskveiðasamstarfið til að stuðla að samræmi milli þarfa neytenda fyrir upplýsingar um sjálfbærar fiskveiðar og Þess starfs sem unnið er hvað varðar rekjanleika til að koma í veg fyrir ólöglegar, eftirlitslausar og óskráðar fiskveiðar,

telur að norræna samstarfið skipti miklu máli við þróun alþjóðlegra reglna FAO um merkingu fisks sem veiddur er á sjálfbæran hátt,

gerir sér grein fyrir kröfu norrænna útgerða um að fylgja þurfi þörfum markaðarins um að setja umhverfismerktan fisk á markað hvetur norrænar útgerðir til að halda áfram að vinna að merkingu fisks og rekjanleika til að mæta óskum neytenda,

hvetur norræna fiskveiðasamstarfið til að vinna að skilgreindum málefnum á þessu sviði.