Almedalsvikan 2021 – Aðlögun – jafnar aðstæður í kreppu?

06.07.21 | Viðburður
Covid-19 testcenter
Ljósmyndari
norden.org
Hver hafa áhrif kórónuveirufaraldursins verið á aðlögun á Norðurlöndum? Hvers vegna hefur heimsfaraldurinn bitnað svona illa á innflytjendum? Í fjölmiðlum og pólitískri umræðu er oft dregin upp sú mynd að málskilningur og ólík menning vegi þungt en rannsóknir benda til þess að aðrir þættir skipti þarna sköpum.

Upplýsingar

Dagsetning
06.07.2021
Tími
14:00 - 14:45
Gerð
Online

Horfa á beina útsendingu:

Í nýrri rannsókn er bent á ýmsa undirliggjandi þætti sem hafa leitt til mikils smits og hærri dánartíðni á félagslega viðkvæmum svæðum. Kerfislægir þættir og ójöfnuður hafa þar komið við sögu fremur en tungumálaörðugleikar og menningarlegur bakgrunnur. Þessir þættir gera íbúunum erfitt fyrir og jafnvel ómögulegt að fylgja þeim reglum sem settar eru. Í þessum umræðum kynnir fræðifólkið niðurstöður rannsóknarinnar og í kjölfarið ræða fulltrúar svæða þar sem hlutfall innflytjenda er hátt um skýrsluna og miðla af reynslu sinni af faraldrinum. Við heyrum einnig í fulltrúum þeirra stjórnvalda norrænu landanna sem bera ábyrgð á því að draga úr aðgreiningu milli íbúasvæða. Hvaða lærdóm má draga varðandi næstu faraldra og til framtíðar?

Frummælendur

  • Hjördis Rut Sigurjónsdóttir, fræðimaður, Nordregio

  • Degmo Daar, talsmaður samstarfsnetsins Kriskommittén

  • Sandra Oliveira e Costa, fræðimaður, Nordregio

Fundarstjóri: Tara Moshizi