Almedalsvikan 2021 – Frá stefnumótun til viðskipta

06.07.21 | Viðburður
Metal polishing machine with sparks flying
Ljósmyndari
Adobe Stock
Hvernig stýrum við ferlinu frá hringrásarmarkmiðum og -stefnumótun til fyrirtækjanna? Hvernig verður endurnýting hagkvæm? Hvernig finna neytandinn og framleiðandinn hver annan til þess að forgangsraða hringrás sem styður græn umskipti og hagkvæma niðurstöðu? Hvað getum við lært hvert af öðru á Norðurlöndum?

Upplýsingar

Dagsetning
06.07.2021
Tími
15:00 - 15:45
Gerð
Online

Horfa á beina útsendingu:

Á þessum viðburði munum við leggja áherslu á grænu umskiptin og hvernig við getum unnið með hringrásarlíkön í viðskiptum. Haghafar og fyrirtæki ræða í málstofunni um samfélagslegan og viðskiptalegan ávinning af hringrásarhagkerfi. Gegnum nýjar virðiskeðjur, hæfniþróun og samstarf milli norrænna fyrirtækja innan mismunandi vistkerfa eru grænu umskiptin þegar hafin. En spurningin er hvernig við getum orðið betri í hringrásarhugsuninni. Hvernig getum við aukið hagnaðinn samhliða grænum umskiptum? Vissulega má ögra hefðbundnum atvinnugreinum og stuðla að því að finna lausnir fyrir hringrásarframtíð. Og í norrænum fyrirtækjum má finna mörg góð dæmi sem sýna hvernig hægt er að vinna á sjálfbæran hátt með því að nota hringrásarlíkön í viðskiptum. Verið hjartanlega velkomin að taka þátt og hlýða á hver úrlausnarefnin eru og lausnirnar á þeim.

Frummælendur

  • Niina Aagard (DK), aðstoðarforstjóri Nordic Innovation

  • Sebastian Holmström, aðstoðarforstjóri Cradlenet

  • Niina Aagard (DK), aðstoðarforstjóri Nordic Innovation

  • Katherine Whalen, PhD, Researcher Built Environment

 

Fundarstjóri: Paulina Moblitva